Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 93
Skírnir
Þormóður Torfason
89
var hún gefin út 1707 undir titlinum Trifolium historicum
og er auðvitað bara endursögn úr Knytlingu, Jómsvíkinga
sögu, Saxa og öðrum ritum.
Það voru þannig ekki svo fá rit, sem Þormóður hafði látið
frá sér fara á rúmum tíu árum, en nú var aðalverkið eftir,
sem hann átti að rita, sem sé saga Noregs. Eftir að hann
hafði verið skipaður historiographus, tók hann strax að vinna
að henni með sínum vanalega dugnaði, og sendi hann innan
skamms kafla úr henni til vina sinna í Kaupmannahöfn til
að heyra álit þeirra og átti bréfaviðskipti við þá um efnið,
einkum við Áma Magnússon um tímatalið.1) Árni vildi láta
hann byrja söguna með Haraldi hárfagra, en láta það for-
sögulega að minnsta kosti bíða mn hríð. Þormóður féllst ekki
á það, enda var Árni fjarlægur, þegar byrjað var að prenta
ritið, en hvenær það var, get eg ekki sagt með vissu. Líklega
hefm- Þormóður komið til Hafnar 1705 eða 1706 til þess að
annast um prentunina, en þá varð hann veikur, eins og fyxr
er getið. Þá stóð mikla norræna stríðið yfir, og var þess ekki
að vænta, að opinbert fé fengist til að kosta útgáfuna, en þá
hljóp prófessor Christian Reitzer, auðmaður, bókavinur og
menntafrömuður, undir bagga með Þormóði og bauðst til að
bera kostnaðinn við útgáfuna. 1 bréfi til Árna 15. maí 1708
skrifar hann: „Ellers maa publicum takke mig for, at hans
Historia Norvegica kommer ud. Fire á fem alphabeter ere
allerede trykte. Og ihvorvel den bliver hen imod 24 alphabeter
stor, saa mener jeg dog, at den til forstkommende Paaske skal
nesten vere ferdig“. Samkvæmt þessu hafa þá fyrstu tvö
bindin verið prentuð, en tveim árum síðar (11. júní 1710)
skrifar Reitzer til Árna: „af hvis [Torfæi] historie de tre ferrste
dele formedelst bogtrykkerens forsommelse og umægtighed
endnu ikkun ere ferdige; dog at man inden faa tider kand
vente sig den fierde, som ved Magister Gram og Thorlef er
tillige med prolegomenis allerede bragt i den stand, at den
kand trykkes." Hvaða þátt Hans Gram átti í þessu, vita menn
1) Jón Eiriksson þýddi á dönsku bréf Þormóðs og bréf Árna og ann-
arra til hans um timatalið, og er það prentað i útgéfu Jóns af Jon Loptsons
Encomiast, Kbh. 1787. Auðvitað eru þau líka í Kálunds útgáfu.