Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 161
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
157
Guðmundssonar, hins kunna ritstjóra Þjóðólfs, og synir hans
tveir urðu íslenzkir embættismenn, annar þeirra þó ætíð
heimilisfastur í Danmörku. Krabbe stundaði aldrei almenn
læknisstörf, eftir að hann lauk námi (1855), en gerðist dýra-
fræðingur. Eftir námsferð til útlanda 1857—1858 tók hann
hið síðarnefnda ár við kennaraembætti sínu við Landbúnaðar-
háskólann og gegndi því starfi alla sína embættistíð eða til
1902 (1: 174—175; 21: 196). Um það bil sem Krabbe kemur
að Landbúnaðarháskólanum, er vaknaður áhugi meðal valda-
manna í Danmörku á að reisa, ef unnt væri, skorður við hinni
geigvænlega tíðu sullaveiki á Islandi. Þetta varð tilefni þess,
að Krabbe neytir aðstöðu sinnar á Landbúnaðarháskólanum
og tekur sér fyrir hendur að kynna sér eftir föngum innyfla-
orma í dýrum, einkum hundum og köttum, aðallega band-
orma, greiningu þeirra og útbreiðslu, í því skyni að varpa
ljósi á sýkingarhætti sullaveiki og útbreiðslu hennar, ef verða
mætti til þess, að fundin yrðu hagnýt ráð til að verjast veik-
inni. Rannsóknir þessar stundaði hann fyrst af kappi í nokk-
ur ár í Danmörku, en ferðaðist síðan með styrk frá dóms-
málastjórninni til Islands, kom þangað með vorskipi 1863,
dvaldist þar til hausts, hélt þar rannsóknum sínum áfram með
æskilegum árangri og birti síðan yfirlitsrit um rannsóknirnar
í heild árið 1864 (18).
Hvað sem kann að hafa vakað fyrir Krabbe, er hann hóf
innyflaormarannsóknir sinar, voru þær ekki langt á veg
komnar og höfðu ekki náð til íslands, þegar honum hlaut að
verða ljóst, að ekki var að því að keppa að leiða í ljós, hver
væri hin beina orsök sullaveiki, svo á íslandi sem annars
staðar. Án hans hlutdeildar var það orðin visindaleg stað-
reynd, hvarvetna viðurkennd af málsmetandi fræðimönnum,
sem létu sig varða sullaveikismál. Má um þetta vitna til þess,
að merkur Lundúnalæknir, háskólakennari og víðförull ferða-
langur, er meðal annars gerði sér fjórum sinnum ferð hingað
til lands, Arthur Leared (1822—1879), flutti árið 1862 al-
menningi á Islandi kenninguna um ígulbandorm í hundum
sem orsök sullaveiki í landinu, svo afdráttarlaust og skil-
merkilega, að síðan hefur naumast þurft um að bæta (22a