Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 117
Skírnir
Eins og hvolpur innan í hvulvoð
113
geymast í afritum frá 1601. Fimm dæmanna eru fengin úr
sömu bók. Verður nánari grein gerð fyrir því síðar. Skulu
nú dæmin rakin og um þau skráður sá fróðleikur, sem nauð-
synlegur er talinn.
1. oc ij huijlvodir. D.I. VII, 456. Þetta dæmi hefi ég borið
saman við frumheimild Fornbréfasafnsins, en hún er
Kirknamáldagar í Skálholtsbiskupsdœmi meS hendi
Bjarna Marteinssonar 1601. Til þessa handrits er oft
vitnað undir nafninu D12 eða Lbs. 268, 4to. Handritið
er varðveitt í Þjóðskjalasafni. Hér á eftir mun ég kalla
það Km. Skb. Ofan skráð tilvitnun í Fornbréfasafnið er
úr reikningsskap á Snæfuglsstöðum í Grímsnesi, sem
talinn er vera frá því um 1500. I handritinu stendur á
samsvarandi stað huil uodir, bls. 137 b.
2. ij huijluodir. D.I. X, 695. I Km. Skb. stendur huijl uodir,
bls. 146 b. Hér er um að ræða afhendingu Skorrastaðar
í Norðfirði, þá er séra Haukur Hallsson meðtók, en séra
Magnús afhenti frá 1541.
3. Jtem sængur sem hier seiger. siö alfærar med hæend-
um aklædum. og huijluvodum og pall áklæde. og tuær
huijl[u]voder ad auk. D.I. XII, 189. Hér er um að ræða
skrá um lausafjármuni síra Björns Jónssonar á Meli eft.ir
hann látinn (1550—1551). Ég hefi ekki átt þess kost að
bera dæmið saman við handrit, sem talið er frá því um
1600.
4. so j huijlvod forn fyrir halft jd þridia. c. sæfig alfær ad
auk med nyumm huyluvodumm. D.I. XII, 645.1 Km.Skb.
stendur huijl uod (ekki huijlvod) og huijlu vodum (ekki
huyluvodum), bls. 141 b. Skjalið, sem hér er um að ræða,
er reikningsskapur Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal frá
1553.
5. vj. huil[u] voder. D.I. XII, 653. Greindar eru þrjár heim-
ildir í Fornbréfasafni (D.I. XII, 652), þ. e. AM 263 fol.,
Lbs. 268, 4to og Lbs. 108, 4to. I Km. Skb. (= Lbs. 268,
4to) er huilu voder, bls. 150 b, og í Lbs. 108, 4to hwylu-
vodir, bls. 477, en vel má vera, að í AM 263 fol. sé huil-
voder og því sé hornklofi settur í útgáfunni. Ég hefi ekki
8