Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
223
telst J)ó allt til íslenzkra frœða. Enginn niá þó ímynda sér, að þar sé
brugðið upp glöggri mynd af viðfangsefnum manna við Háskóla Islands
né áhrifum, sem þaðan eru runnin. Leiðir það af eðli málsins. Ritgerðir
í bók sem þessari verða að vera stuttar, og er alsiða, að menn velji
sér til viðfangs lítil og afmörkuð efni, sem siðar geta orðið steinar í
stœrri byggingu. Þetta verður að hafa í huga, þegar dómur er lagður á
Afmœliskveðju til próf. Alexanders eins og önnur sams konar rit.
Próf. Alexander er mikill sómi sýndur með þessari Afmæliskveðju.
Ritgerðirnar eru sumar ágætar og allar nokkurs virði. Hér er ekki unnt
að geta þeirra né rekja efni þeirra allra, en drepið verður á fáein sýnis-
horn. Ritgerð Ásgeirs Bl. Magnússonar, „Endurtekningarsagnir með t-
viðskeyti í íslenzku", sýnir mikinn lærdóm, og er ekki efamál, að þar eru
margar góðar athuganir um uppruna slíkra sagna. Jakob Benediktsson
bendir á í sinni ritgerð, „Arngrímur lærði og islenzk málhreinsun", að Arn-
grimur hafi í Ctymogæu fyrstur manna á prenti vakið máls á nauðsyn
íslenzkrar málhreinsunar og hann hafi ekki látið sitja við orðin tóm,
heldur hafi hann reynt að sýna málhreinsun í verki, þótt þær tilraunir
væru fálmkenndar og bæru lítinn árangur. Eykur sú niðurstaða hróður
Arngríms, sem mikill var fyrir.
Kristján Eldjárn skýrir orðið „klambrarveggr", sem kemur fyrir í
Viga-Glúms sögu og Þórðar sögu kakala. Klömbur (kvk.) var æfafornt
áhald, eins konar töng, notuð sem skrúfstykki til að halda föstum smá-
hlutum við smíðar, til dæmis er þurfti að sverfa þá, og var hluturinn
festur í klömbrina með því að reka fleyg i afturenda hennar. Nú sýnir
Kristján fram á, að sá fleygur hafi verið kallaður klambrarveggur. Þarna
rekur hann lítið brot úr menningarsögu okkar. Á Þjóðminjasafninu eru
til nokkrar klambrar úr hvalbeini, hin elzta frá 10. öld.
Hólmurinn örgumleiði komst inn í islenzkar bókmenntir, þegar Barði
Guðmundsson leiddi hann sem óbeint vitni að því, að Þorvarður Þórarins-
son væri höfundur Njáls sögu. En í þessari bók gerir Ólafur Lárusson
tilraun til að skýra merkingu nafnsins. Telur hann, að það merki „sá,
sem er leiður örgum (rögum) manni“ og varpar fram þeirri tilgátu, að
einhvern tíma í fyrndinni, er hólmgöngur tiðkuðust, hafi maður skorað
annan á hólm og hafi hólmgangan átt að fara fram í þessum hólmi, en
annar aðilinn hafi guggnað, áður en á hólminn kom, og sé nafnið af
þeim sökum til orðið. Tilgátan er snjöll, og er ekki ólíklegt, að Ólafur
hafi þarna hitt í mark eins og oft áður.
Sigurður Nordal bætir nýrri röksemd við þá skoðun sína, að Snorri
Sturluson sé höfundur Egils sögu. Hann leiðir sterk rök að því, að höf-
undur sögunnar hafi þekkt Skáldatal, en margt bendir til, að Skáldatal
hafi verið í fórum Snorra og til hans komið frá Odda. Röksemdin er að
vísu ekki sterk ein sér, en hún styður þær, sem áður hafa verið dregnar
fram.
Ástæða hefði verið til að geta hér einnig hinna ritgerðanna í Afmælis-