Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 169
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
165
sem gengið hafði með þá fylli í 13—14 ár. tJt rennur hálfur
þriðji pottur vökva, og í dreggjunum eru sulldrefjar, sem í
finnast bandormshausar. Nú hefur Krabbe lærzt að líta gaum-
gæfilega eftir því í smásjánni, hvort bandormshausarnir séu
kvikir, og það reynast þeir greinilega, þó að ekki kveði mikið
að spriklinu. 10 daga gamall hvolpur er eina hundkvikindið,
sem til næst, og klukkutíma eftir ástunguna er mjatlað ofan
í hann helmingi sulldrefjanna í volgri mjólk. Hinn helming-
urinn er gefinn 2 ára ketti síðdegis sama dag. Hvolpinum er
slátrað 17 dögum síðar, en kettinum ekki fyrr en eftir miðjan
september. 1 hvolpinum fundust engir innyflaormar, hversu
vandlega sem leitað var, í kettinum aðeins tveir spóluormar.
Ekki er þess látið getið, hvemig hvolpsins og kattarins var
gætt og með þá farið, unz þeim var lógað. Hér fór sem fyrr,
að ekki var vandað til tilraunadýranna, og hefur Krabbe þó
vafalaust verið farinn að fá smjörþef af því, hve vandhittir
voru bandormalausir hundar og kettir hér á landi. Eins og
Jón Finsen treystir hann ungum hvolpum vel í þessu efni,
og í þessu tilfelli reyndist það ekki oftraust. En hví byrjar
hann ekki á að rannsaka sem flesta hvolpa, sem vafalaust
hafa verið auðfengnir, til þess að hafa eitthvað við að styðjast
um þessa ætlun sína? Og þó öllu heldur: hví býr Krabbe sig
ekki út til tilraunanna hér með valda og sérstaklega uppalda
hvolpa frá Danmörku, sem svo miklu betur hlutu að svara
tilganginum en íslenzkir hvolpar. Niðurstaða Krabbe um
þessa Reykjavíkurtilraun er á þessa leið, og ber enn að sama
brunni: Ekkert var að marka, þó að ígulbandormar döfnuðu
ekki í hvolpinum; hver veit, hvað raunverulega fór ofan í
hann af sulldrafinu, sem var af skornum skammti? Og svo
er engan veginn víst, að ígulbandormar dafni yfirleitt í jafn-
ungum hvolpum, ekki teknum af spena (75:50).
4) Nú er komið að hvolpunum tveimur á Akureyri, sem
Jón Finsen getur um í ársskýrslu sinni fyrir árið 1862 (10g:
16), að hann haldi „indespærrede“, unz til falli sidlir úr
mönnum til að mata þó á í tilraunaskyni. Þeir eru orðnir
ársgamlir, og vér fáum nú að heyra, að Jón Finsen hefur