Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 34
30
Halldór Halldórsson
Skírnir
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að taka upp gamla
orðalistann, sem hafði orðið til í þessari fræðigrein á
árunum 1920—1924 að tilhlutan orðanefndar V. F. í.,
er þá starfaði, og prentaður er í tímariti félagsins frá
þeim árum. Voru þar um 250 orð, og höfðu mörg þeirra
tekið festu í málinu í ræðu og riti.
Þá jók einn nefndarmanna, Gunnlaugur Briem yfir-
verkfræðingur, við orðasafni, er hann hafði smám sam-
an tekið upp í störfum síma og útvarps. Var það álíka
stór listi.
Þessir listar voru nú sameinaðir og ákveðið að búa
listann í stafrófsröð á dönsku með íslenzkum þýðingum,
en auka við hann, eftir því sem tækifæri gæfist, en síð-
an mætti ef til vill búa listann á sama hátt á öðrum
málum. Danska var valin fyrst, sökum þess að íslenzku
tæknimáli virtist stafa mest hætta þaðan.
Aukning listans var ekki gerð á neinn kerfisbundinn
hátt, heldur voru tekin upp orð, er nefndarmenn þekktu
eða urðu varir við í samtölum og ritum eða mynduðu
sjálfir og þá nærri eingöngu úr íslenzkum orðstofnum
um skyld hugtök. Voru orðin svo ítarlega rædd á fund-
um nefndarinnar og þau valin, sem æskilegt þótti að
birta í orðalistanum.
Á þennan hátt söfnuðust smám saman á nokkrum ár-
um nær 2000 orð, og ákvað nefndin þá að láta söfnun-
inni lokið að sinni, en snúa sér að því að vinna úr því
efni, sem fram hafði komið. Sú vinna reyndist að mörgu
leyti tafsamari en búizt hafði verið við, og bættust á
meðan nokkur orð við listann, svo að hann er nú nokk-
uð yfir 2001) orð úr raffræði og skyldum fræðigreinum,
er snerta raffræðina. T. V. F. í. 1953, bls. 44.
Af þessu má berlega ráða, að verkfræðingar hafa ekki setið
aðgerðarlausir í málfarsefnum síðustu árin. Þeir hafa hafið
aftur merki orðanefndarinnar gömlu. Á henni mun sannast,
að hún mun lifa, þótt hún deyi.
1) Þetta hlýtur að vera prentvilla, á vitanlega að vera 2000.