Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 165
Skirnir
Sullaveikisrannsóknir
161
Vigtighed“, að nokkurrar mótsagnar gæti við áður tilfærð
ummæli, sem hann viðhefur í sömu andrá um „ikke nogen
Grund til at betvivle“, að ígulbandormur hundsins valdi sulla-
veiki í mönnum á sama hátt og ígulsullaveiki í búfénaði.
Hrýtur þá úr pennanum, að það megi „dog ansees for meget
önskeligt“ að láta þessa ræktun takast „for at komme til
Sikkerhed om Oprindelsen til Menneskets Echinococcus“, og
litlu síðar á sama stað: „for . .. at komme til sikker Kund-
skab om, fra hvilken Bændelorm Islændernes Echinokokker
have deres Oprindelse og om de ere forskjellige fra dem, der
forekommer hos Huusdyrene" (17: 8); á öðrum stað vitnar
hann til samráðs við Leuckart, og nú er bandormaræktunin
orðin,eins og hann orðar það: „Hovedopgaven ved mine Under-
sögelser paa Island" (18: 47). Hér stýrir pennanum ómeng-
aður fræðimannsáhugi, sem á að því leyti sammerkt við
sportáhuga veiðimanna, að hagnýtt gildi þess, sem eftir er
keppt, er í raun og veru algert aukaatriði og þó að jafnaði
ofmetið, ef slíkur mælikvarði er á lagður. En víst var það
„önskeligt“, að þessar tilraunir væru þreyttar til úrslita. Um
fordild verður Krabbe ekki vændur í sambandi við tilraunir
þær, sem hér verður frá sagt, því að yfirlætisleysið skín
út úr hverri línu, sem hann skrifar um þær. Allur metingur
og keppni við aðra, sem iðulega gætir svo mikið meðal rann-
sóknarmamia, er honum fjarri skapi. Hlut Jóns Finsens í
tilraununum dregur hann hvarvetna fram. Ber allt þetta
heilli skapgerð og göfugu innræti Krabbe fagurt vitni. Hér
hallar reyndar ekki á Jón Finsen; þegar hann löngu síðar
(1874) minnist opinberlega á þessar sameiginlegu tilraunir
þeirra Krabbe, sem þá voru orðnar víðfrægar, fer hann um
þær viðurkenningarorðum, en eignar þær Krabbe einum og
lætur sín sjálfs að engu við getið (9: 71).
Ekki skal vefengt, að Krabbe hafi verið glöggur athugandi
sein náttúrufræðingur, og sízt er að efa ráðvendni hans og
samvizkusemi; fyrir eitthvað hefur það verið, að hann gerð-
ist upp úr innyflaormarannsóknum sínum vegna sullaveiki
Islendinga merkur sérfræðingur í þeirri grein, að því er talið
er, á heimsmælikvarða (1: 175). Hins vegar hefur honum
11