Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 158
154
Vilmundur Jónsson
Skírnir
mjög almennt sýktir ýmsinn tegundum bandorma, einnig
ígulbandormi, svo að miklum erfiðleikum hlaut að vera
bundið að afla hér til tilraimanna hunda, sem treysta
mætti, að væru ekki þegar orðnir bandormaveikir, einnig
ígulbandormaveikir. Þó réð þetta engan veginn úrslitum
um, að tilraunir Jóns Finsens voru fyrirfram dæmdar til
að mistakast, heldm1 bagaleg vanþekking hans á bandorm-
um, sem verið hefur meiri en með líkindum megi teljast. Svo
illa er hann að þessu leyti á vegi staddur, er hann hefur
þessar tilraunir sínar, að honum er alls óljóst, að úrlausnar-
efnið var ekki það að fá úr því skorið, hvort bandormur ylli
sullaveiki i mönnum — það vissu menn þegar —- heldur
hver bandormur það var, eða öllu heldur, hvort verið gæti,
að það væri annar bandormur en ígulbandormurinn, sem
því fyrst af öllu bar að hafa auga á. Þegar lesin er framan-
skráð skýrsla Jóns Finsens um tilraunir hans 1858, fær það
ekki dulizt, að honum er nóg að finna einhverja bandorma í
þörmimi tilraunahvolpanna, þegar hann lógar þeim; þar er
aðeins um að ræða „Bændelorme" og „mindre udviklede
Bændelorme“, og tilraunin hefur tekizt eða tekizt ekki eftir
því, hvort „Bændelorme“ finnast eða finnast ekki. Mismun-
andi tegundir bandorma skipta hann engu máli um úrslit
tilraunanna, fremur en þær væru ekki til. Þegar frá liður,
þó ef til vill fyrr en eftir full þrjú ár, sendir Jón Finsen
Krabbe einhverra hluta vegna bandormana til athugunar;
vera má, að homnn hafi þá heimzt fróðleikur um, eða hann,
eftir á að hyggja, hafi minnzt þess, að ekki væru allir band-
ormar sömu tegundar og ekki spillti að fá það staðfest af
bandormafræðingi, hver bandormstegund það var, sem dafn-
að hafði í tilraunahvolpinum undir hendi hans. Það reyndist
vera löngu alkunnur bandormur, mjög tíður í hundum, svo
að hann hefur síðar verið til þess kenndur (taenia cucumer-
ina, nú: dipylidium caninum (26: 413)), en þá var lífsferill
hans að öðru leyti ókunnur. 1 bandormaglasinu frá Jóni Fin-
sen fann Krabbe reyndar einn lið úr igulbandormi, en um
hann hafði Jón Finsen enga hugmynd haft, sem ekki var
heldur við að búast, eins og á stóð og allt var i pottinn búið.