Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 76
72
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
ég hefi rekist á um „ljóð í óbundnu máli“ á íslensku, eru frá 1888,
eftir Túrgenjeff, þýdd af Gesti Pálssyni í Suðra. Fleira af því tagi,
eftir sama höfund, kom svo 1901 í þýðingu þjóðskáldsins ástsæla,
Steingríms Thorsteinssonar, í Eldingu. „Órímuð ljóð eftir Sig-
björn Obstfelder" í þýðingu Steindórs Sigurðssonar birtust í
Austanfara 1922 (undir ritstjórn Guðmundar Hagalíns), og sjálf-
sagt mætti enn tína til ýmis fleiri dæmi slíks - sem ekki virðist nein
andsvör hafa vakið. Jakob Smári birti prósaljóð í bók sinni
Kaldavermsl, 1920, en mér finnst þau næsta hefðbundin að mál-
fari og myndmáli. 1919 birti Sigurður Nordal prósaljóð, „Hel“, í
bók sinni Fornar ástir. Þau eru innan marka Davíðs að anda, mál-
fari og hvíeina, nema hvað þetta er prósi. Sigurður hvatti menn til
að ganga lengra á þeirri braut. Það gerði einkum Jón Thoroddsen
í Flugur, 1922,3en þær voru ortar fyrir 1919. Loks fóru að birtast
kvæði með óreglulegri hrynjandi, þar sem stuðlun og rím var líka
fyrir borð borið, ég nefni til dæmis „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjóns-
son. Jóhann lést 1919, en þetta kvæði birtist víst ekki fyrr en 1927
í Vöku. Ári síðar birtist þar „Söknuður“ Jóhanns Jónssonar, svip-
aður að formi, en þó hefðbundnari um stuðlun og að nokkru leyti
hrynjandi.
„En um það fórust einum ritdómara orð á þá leið að það gæti
ekki kallast kvæði. Það var ekki rímað,“ sagði Kristinn E. And-
résson 1932,4 hneykslaður mjög á slíkri þröngsýni. Athyglisvert
er, að hvortveggi Jóhanninn starfaði erlendis. „Únglíngurinn í
skóginum“ er enn róttækara fráhvarf frá hefðinni en „Sorg“ að
því leyti, að þar fer næsta lítið fyrir röklegu samhengi, enda er
„Únglíngurinn í skóginum“ settur fram sem draumur. En „Sorg“
minnir verulega á harmatölur yfir Jerúsalem í Gamla testament-
inu.
Ekki hefi ég orðið var við nein viðbrögð við kvæðum á borð við
„Sorg“ í blöðum og tímaritum frá þessum árum. Og satt að segja
er ekki að sjá veruleg viðbrögð við kvæði Halldórs heldur. Al-
þýðublaðið5 nefnir meðal nýútkominna bóka 1. hefti Eimreiðar-
innar, 31. árg., en segir aðeins:
Er í því m. a. [ . . . ] saga eftir Einar Þorkelsson, kvæði í nýjum skáldskap-
arstíl (framúrlistastefnu) eftir Halldór Kiljan Laxness o. fl.