Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 364
296
JÓN HILMAR JÓNSSON
SKÍRNIR
orð af fræðilegum toga, heldur á það einnig við um ýmis hin áleitnustu hvers-
dagsorð. Þar ná þau tökuorð greinilega oft mestri festu sem afmarka sér
víðara merkingarsvið og notkunargildi en nokkurt eitt íslenskt samheiti
þeirra. Út frá þessu er hægt að skýra þá festu sem orð á borð við snobb, sport,
stabíll og standard hafa náð í íslensku. Fjölmörg tökuorð af þessu tagi eru
óhikað notuð sem þýðingarorð í EÍO við samsvarandi myndir í ensku, en þá
yfirleitt í hópi annarra orða. Stundum er þó sneitt hjá slíku andspæni (sjá t. d.
uppflettiorðin active, genius, hobby, pause, stabile). Að öðru leyti ber einna
mest á tökuorðum meðal þýðingarorða við slanguryrði og annað óformlegt
mál þar sem leitast er við að ná áþekkum stílblæ á íslensku þýðingarorðin.
Ekki verður betur séð en það sé reglan að aðlaga tökumyndir íslenskum rit-
venjum. Þó er tekið tillit til ritmynda að enskum hætti sem tíðkaðar eru í ís-
lensku: bridge (auk bridds), yard. Þar sem framburðarafbrigði koma fram í
tökuorðum er þeim gert jafnhátt undir höfði, sbr. tvímyndirnar jass og djass.
Þótt í heild sé vel vandað til þýðinganna eru þær ekki ágallalausar, og sums
staðar slaknar nokkuð á því öryggi og þeirri smekkvísi í meðferð íslensks máls
sem svo víða einkennir bókina. Dálítið ber á því að tilburðir til orðmyndunar
séu fulldjarflegir, jafnvel svo að þeir standist ekki orðmyndunarreglur. Óeðli-
legt er að af so. afmá sé myndað no. afmáun (sbr. t. d. so. skrá) eins og gert
er í lýsingunni á obliteration. Tæpast er hægt að tala um loftþrýstan búning eins
og gert er undir pressure suit, þar sem setningareinkenni so. þrýsta samrýmast
ekki slíkri orðmyndun. Djarflegt er að mynda no. einskisnýti (í lýsingu á e.
rag) og ekki síður að stýfa nh.-myndir so. flysja, skrœla og drattast og gera af
þeim no.flys, skræl og dratt (undir shell og scuff). Oft er vandinn reyndar mik-
ill þegar koma þarf afleiddum nafnorðum til skila, og í EÍO er stundum freist-
ast til að teygja dálítið á venjunni í þessu efni: háleiti (sublimity), ógreiðfærni,
torfœrni, frumstæðni (roughness), niðursökkning (absorption), knúningur
(propulsion). Það er á mörkunum að eðlilegt sé að tala um kastara, grípara og
leiðara þegar átt er við tímabundin hlutverk manna í leik eða keppni (sjá
pitchout, rabbit). Þá er hæpið að mynda orðið einmálga til þýðingar á monolin-
gual, enda er slíka myndun ekki að finna við bilingual framar í bókinni. Samsetn-
ingin heimskautfari er óeðlileg (undir Stefansson), en þar gæti auðvitað verið
um prentvillu að ræða. Af einstökum málhnökrum má nefna að forliðurinn
tele- er þýddur með fjœr- í stað fjar- og talað er um hressingu í fleirtölu („og
aðrar hressingar“, undir teahouse). Á stöku stað eruþýðingar helstihráar eins
og þegar second childhood er þýtt sem „annar barndómur“ og shopworn
fær þýðinguna „búðarkámugur, búðarþvældur". Fyrir kemur að þýðingar
markast fullmikið af einstökum notkunardæmum. Einn undirliður orðsins
progressive hefur skýringuna „sem fer versnandi", en sú skýring hangir greini-
legaáeftirfarandinotkunardæmi: „aprogressive disease“. Viðeinnlið so. rec-
ognize vantar nokkuð á að þýðingarorðin séu nægilega samstæð: „kannast við,
kasta kveðju á“. Þetta skýrist af því að eftirfarandi notkunardæmi má þýða á
báða vegu eftir atvikum: „recognize a person on the street". Eins og áður er
getið gætir yfirleitt mikillar hlutlægni í vali á þýðingar- og skýringarorðum. Þó