Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 393
SKÍRNIR
RITDÓMAR
325
eðlisfræðinnar og hugrænar draumakenningar. Pessi efnisskipting á sér að-
feröafræðilegar ástæður. Síðustu þrjá áratugina hafa menn, með hjálp nýrrar
rannsóknartækni, farið að kanna þær lífeðlisfræðilegu breytingar, sem eru
samfara svefni og draumum. Hugrænar draumarannsóknir eiga sér miklu
lengri sögu. Með hugsæisaðferðinni og kerfisbundnum athugunum á fjölda
drauma hafa menn reynt að átta sig á merkingu og tilgangi þeirra. Milli þess-
ara tveggja rannsóknarsviða hafa verið næsta lítil tengsl til þessa.
Á sjötta áratug aldarinnar fóru Bandaríkjamennirnir Kleitman, Dement,
Aserinsky o. fl. að beita lífeðlisfræðilegri rannsóknartækni við rannsóknir
drauma; skráningu á rafferlum í heila og hreyfingum augna í svefni. Þessar
rannsóknir hafa leitt í ljós samband milli draumvitundar og ákveðinna raf-
bylgjugerða í heila og sérstakra hraðhreyfinga augna. Flestir munu telja
þessar rannsóknir helsta vaxtarbrodd nútíma draumarannsókna, þótt þær láti
okkur aðeins takmarkaðan fróðleik í té eins og dr. Matthías tekur fram.
Þannig veita þær, enn sem komið er, enga vitneskju um efnisinnihald drauma.
Um þessar rannsóknir og árangur þeirra hefur, mér vitanlega, lítið verið
skrifað á íslensku til þessa og því meiri fengur að þessum bókarhluta.
f síðari hluta bókarinnar rekur dr. Matthías þær hugrænu draumakenning-
ar, sem hæst hefur borið á þessari öld. Umfjöllun hans hefst sem vænta mátti
á hugmyndum Freuds, frægasta og umdeildasta draumafræðings allra tíma.
Freud skilur drauma sem afleiðingu af sálrænu ástandi dreymandans sjálfs.
Þeir séu langflestir útrás dulinnar sálrænnar spennu, þar sem kynhvötin sé
mjög virkur aflvaki. Það er engan veginn auðvelt að gefa greinargóða lýsingu
á draumakenningu Freuds, m. a. vegna þess, að hún er óaðskiljanlegur hluti
af víðtækari kenningaheild. Framsetning dr. Matthíasar á þessu vandmeð-
farna efni er Ijós og aðgengileg, jafnframt því sem hann getur þeirrar gagn-
rýni, sem kenning Freuds hefur sætt fyrr og síðar. Þótt nú séu liðin um áttatíu
ár frá því að Freud setti fyrst fram draumakenningu sína eru fræðimenn enn
engan veginn á einu máli um mat sitt á henni. Enginn mun að vísu neita því,
að Freud hafi verið frumlegur hugsuður og beint sálfræðirannsóknum inn á
nýjar brautir. Aðfinnslur hafa einkum beinst að því, að kenningar hans séu
settar fram með þeim hætti, að erfitt sé að sanna þær eða afsanna með beinum
tilraunum og að honum hafi hætt til hæpinna alhæfinga á grundvelli tak-
markaðs reynsluefnis og ekki hvað síst að leggja of einhliða áherslu á kynhvöt-
ina og kynferðislegt innihald drauma. Þetta síðastnefnda var ein ástæðan til
samvinnuslita Freuds og þekktustu lærisveina hans í byrjun aldarinnar, þeirra
Adlers og Jungs. Hvorugur neitar að vísu kynhvötinni sem mikilvægum afl-
gjafa í mannlegu sálarlífi, en telja að aðrar hvatir skipi þar líka mikið rúm.
Adler lagði sérstaka áherslu á metnaðarhvötina og Jung telur að öll þau öfl,
sem bærast í dulvitundinni geti orðið aflvakar að draumum. Hugmyndum
Adlers og Jungs og samskiptum þeirra og Freuds er lýst í lengra máli í bókinni.
Af öðrum draumafræðingum frá fyrstu árum aldarinnar fær Englendingurinn
Havelock Ellis einna mest rúm í bókinni. Ellis afneitar mörgum grundvallar-
hugmyndum í kenningum Freuds svo sem að draumar séu yfirleitt óskadraum-