Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 330
262
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
morðtilræði. Og í sögunni er lögð áhersla á að halda uppi hraða, þvx má ekki
tefja gang hennar með óþörfum útskýringum á tilbúningi höfundar.
Þessi áhersla á hraða og spennu birtist m. a. í fyrirvaralausum umskiptum
milli sögusviða og persóna (t. d. bls. 103), frá umræðum um ógn yfir í að hún
birtist (bls. 107, sjá og bls. 171 og 193). Hraðinn og spennan birtist einnig í
kaflaheitum, þau eru öll dagsetningar, og þó einkum tímasetningar: „Klukkan
hálfeitt“, „Klukkan sex“ o. s. frv. -fram yfir fjöldamorðin, hátind sögunnar.
En þá slaknar á tímasetningum; kaflaheitin verða: „Daginn eftir“, „Parfs í
júlí“, „Kobé“. f samræmi við þetta er tímarás sögunnar, mjög samþjöppuð.
Fyrstu tveir hlutar hennar (40% textans) gerast á tæpum sólarhring. III. hluti
gerist á dagstund, viku síðar, í borginni Hantsjó. En þá víkur sögunni aftur til
Sjanghæ, tólf dögum síðar, og IV.-VI. hluti gerast þar (45% textans) á
rúmum sólarhring. Tveir síðustu kaflarnir gerast svo fjarri þeim vettvangi,
löngu síðar, raunar er ekki tiltekið hvenær síðasti kaflinn gerist. En með þessu
móti verður sagan meðal annars dramatísk spennusaga. Ekki nóg með að hún
hvarfli milli ýmissa byltingarmanna í IV.-VI. hluta, inn á milli þeirra fléttast
þættir af Clappique. Yfirleitt er hann spaugileg andstæðabyltingarmannanna,
hefur eitthvað svipað hlutverk og Björn úr Mörk í Njálu. En hlutverk hans
breytist, og verður harmsögulegt. Það gerist fyrst þegar hann lendir á valdi
fjárhættuspilsins (bls. 203 og áfr.) - óviðráðanlega, því það er ímynd lífs þessa
ævintýramanns innanum þau ógnaröfl sem takast á um heiminn, og þessa borg
sérstaklega (það sýnir best listgáfu Malraux, að hann stillir sig um að benda
lesendum á þessar hliðstæður). En þar með hefur Clappique brugðist Kyo,
sem er handtekinn, lukkuriddarinn reynist vera ótraustur bandamaður bylt-
ingaraflanna. Og nú er Clappique kominn í hlutverk Péturs postula - eða
Júdasar, því ég sé ekki betur en Malraux noti Píslarsöguna sem fyrirmynd
þessa hluta: Clappique iðrast beisklega, gengur fyrir dómarann og reynir að fá
Kyo látinn lausan, það tekst ekki, en Kyo er kvalinn (og reyndar boðin lausn,
„ef þú framselur vini þína“), bíður dauðans í garði, og við fylgjumst með
orðum hans þegar hann kveður lífið. Loks vaka ástvinir hans yfir líki hans,
sem er lýst. Ég veit ekki hvort lesendum mínum finnst þetta svipmót of
almennt, en finnist þeim það skipta máli, þá leiðir af því, að lesendur skáld-
sögunnar hljóta að gera ráð fyrir því framhaldi, sem aðeins er gefið í skyn:
upprisu Kyo, þ. e. byltingarinnar. Það er í lokakafla, og raunar skv. stalín-
isma: friðsamleg þróun Sovétríkjanna á að leiða þangað. Er merkilegt að sjá,
að skáldsagan á auðveldara með að sýna stjórnmálaandstæður efnisins - og
umhverfisins, sem hún fjallar um - en að taka eindregna afstöðu til þeirra.
Við erum þá komin að því hvemig sagan tekur afstöðu til þeirra voðavið-
burða sem hún segir frá. Þar er margt svo fínlegt, að erfitt er að festa hendur
á, enda getum við aðeins nefnt fáein atriði. Fyrst er þá að nefna, að það sem
mest hefur þreytt menn í baráttubókmenntum eru klisjurnar: auðherrar eru
ístrubelgir með vindla, byltingarhetjur ætíð einarðlegar á svipinn, og á mikil-
vægum stundum logar óhjákvæmilega glóð í augum þeirra, vöðvarnir hnyklast