Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 199
SKÍRNIR LÖGBÓKARHANDRITIÐ GKS. 1154 I FOLIO
169
Yfirleitt er engin eða aðeins smá lína sem skiptir andliti og
hálsi. Konungur á bl. 8r í AM 3471 (mynd 3) og persóna til vinstri
á bl. 32r í Gks. 1154 I (mynd 15) hafa sama skeifulaga munninn,
starandi augnaráð og bogadregnar augabrúnir. Andlitsdrættir
eru þó mismunandi í þessum þremur handritum. í Gks. 11541 eru
andlit breiðleit, nef langt og skarpt, augu hnetulöguð, augabrúnir
bognar, munnur lítill og herptur og niðurandlit lítið og oddmjótt.
Andlitsdrættir og hár eru línudregin en ekki máluð og hárið greitt
aftur í stórum bylgjum sem hylja eyrun.
í AM 3471 eru augu hnetulöguð, munnur og nef lítið. í AM 343
eru augu samansett úr punkti með línu undir og bogadregnum
augabrúnum alveg eins og í Skarðsbók AM 350 (mynd 2 og 21).
Klæðafellingar falla niður í léttum, lóðréttum línum, lítið eitt
bogadregnum, sem þannig undirstrikar bæði lengd og S-stellingu
persónanna og liggja klæðafaldar á jörðu fyrir framan þær í Gks.
1154 I. Faldar mynda mjúkar S-línur sem eru lítið eitt stífar, eins
og um vafninga væri að ræða, einkum í AM 343, sjá t. d. bl. lv
(mynd 2).
Hendur eru hlutfallslega mjög stórar. Þær tengjast líkamanum
beint. Fingur eru langir og mjóir. Þetta er einkum áberandi í AM
343. Persónur í Gks. 1154 I, sem standa andspænis hvor annarri,
eru nær spegilmynd hvor annarrar.
Persónur í S-stellingu, þar sem mjöðmum og höfði er ýtt fram
en herðum og öðrum fæti aftur eru mjög einkennandi bæði fyrir
Gks. 1154 I og AM 347 I. Gefur það sögustöfunum afar hátt-
bundið yfirbragð og persónurnar virðast lengri þar sem þær
sveigjast til og frá innan sögustafanna. Þessi stelling er oft mjög
ýkt, t. d. í Gks. 11541, bl. 24r (mynd 13) og AM347I,bl. 8r, kon-
ungur (mynd 3), stundum mótar rétt fyrir henni í AM 347 I, bl.
15v, spássía (mynd 12), eða hún sést alls ekki í AM 343, bl. 14v
og 84r (mynd 11 og 19).
Notaðar eru tvær aðferðir við að teikna persónurnar. Önnur
aðferðin byggir á dökkri útlínuteikningu (Gks. 1154 I, bl. 35r,
mynd 16) og er liturinn þá notaður til uppfyllingar en hin byggir
meira á litnum og eru klæðafellingar þá skyggðar með ljósum og
dökkum skuggum (Gks. 11541, bl. 24r, mynd 13). Þessi seinni að-
ferð sést notuð bæði í Gks. 11541 og AM 3471 en ekki í AM 343.