Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 337
SKÍRNIR
RITDÓMAR
269
101, 105, 108, 136, 145, 161. Nokkrar myndir teknar úr lofti eru hinsvegar
mjög góðar enda þótt um aðdrátt geti verið að ræða. Græni liturinn í sumum
myndanna er svolítið brenglaður, sem getur stafað af mismunandi filmuteg-
undum eða því að óskyldar myndir hafi verið litgreindar saman.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar er þessi bók mjög til sóma þeim sem að
henni hafa staðið, og verulegur fengur að henni. Nú mætti halda áfram með
nýrri bók og fjalla þar um þá þætti sem féllu utan ramma þessarar bókar, svo
sem jarðfræði, gönguleiðir í nágrenninu, meira um fugla og blóm o. s. frv.
Einar Þ. Guðjohnsen
Bruno Kress
ISLÁNDISCHE GRAMMATIK
VEB Verlag Enzyklopádie, Leipzig 1982;
Max Hueber Verlag, Munchen 1982. 307 bls.
Þessi (slenzka málfræði, sem kom út á síðastliðnu ári samtímis í Austur- og
Vesturþýzkalandi, er í senn endurbætt útgáfa af bók höfundar “Laut- und
Formenlehre des Islándischen" (Kress 1963) og alveg ný bók, því að bætt
hefur verið við nýjum hluta Satzlehre (bls. 167-273), sem ásamt uppflettiorða-
skrá (bls. 274-307) er nærri helmingur bókarinnar.
Þótt fyrri hluti bókarinnar megi þannig teljast endurbætt útgáfa fyrri bókar,
er langt frá því, að hér sé um óbreytta endurprentun að ræða. Höfundur hefur
gert fjölmargar breytingar, sem koma í ljós við nánari athugun og að áliti
undirritaðs eru flestar til bóta. Ber þar fyrst að nefna, að hljóðritunin hefur
verið færð til meira samræmis við alþjóðlega hljóðritunarkerfið. Engu að
síður eru ýmsir þættir við hljóðritunina, sem að áliti undirritaðs eru ekki fylli-
lega rökstuddir. Þannig er ekki ljóst, hvers vegna höfundur hljóðritar ö sem
[5] í stað þess að nota alþjóðlega táknið [œ] eða íslenzka táknið [ö]. Mörg tákn
hafa verið notuð við hljóðritun íslenzku og sízt af öllu þurfti að bæta við nýju
tákni. Lýsing [þ] sempostdental (bls. 23) er rétt. Yfirleitt er [þ] ekki millitann-
mælt í íslenzku, enda þótt slíkar lýsingar sé enn að finna í mörgum bókum.
Hins vegar vantar í lýsingu [s] að segja, að það sé tungubroddshljóð. Ekki er
alveg ljóst, hvað höfundur á við með því að segja, að s sé koronal (bls. 24).
Munur á íslenzku og þýzku [s] er, að íslenzkt s er tungubroddmælt, en þýzkt
s er yfirleitt borið fram með framtungu og er tungubroddur þá að baki neðri
framtönnum, þ. e. þýzkt i er framtungumælt (prádorsal).
Inni í orði er lokhljóð á eftir [h] hljóðritað [b d gj g], en í lok orðs er hljóð-
ritunin [p t k]. Ekki erætlunin að gagnrýna notkun táknanna, enda þótt undir-
ritaður hafi stungið upp á annarri notkun. Vel er hægt að rökstyðja mál sitt
eins og höfundur notar táknin, en hins vegar er ekkert rökrétt við að nota
tvenns konar hljóðritun í bakstöðu og innstöðu. Það er beinlínis rangt, að
slíkur munur sé á þessum hljóðum, að koma þurfi fram í hljóðritun (bls. 26).
Þá er og mjög vafasamt að telja lokhljóð í bakstöðu fráblásin (bls. 30). I bak-