Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 400
332
VILHJÁLMUR G. SKÚLASON
SKÍRNIR
síðan því sem af gengur, og anda svo djúpt að sér af vellíðan. Pá er það kunn-
ara en frá þurfi að segja, að sumir vínmenn komast í vímu um leið og þeir sjá
áfengisflösku og áður en þeir hafa bragðað dropa.
Þá verð ég að gera athugasemd við notkun orðsins eitur og alveg sérstaklega
við orðið eiturlyfá nokkrum stöðum í bókinni. Ástæðan er sú, að orðið eitur-
lyf er í mínum huga algjör endileysa og hef ég þá í huga lagalega skilgreiningu
þessara orða. Lyf eru efnasambönd, sem œtluð eru til lækninga, fróunar eða
varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum í mönnum eða dýrum.
Eitur aftur á móti eru efnasambönd, sem við venjulega notkun fela í sér hættu
á eitrunum í mönnum og dýrum. Hvað er þá eiturlyf? Ég held að þetta sé orð-
skrípi - merkingarleysa - en jafnframt einna mest notað í umræðu um ávana-
og fíkniefni eða vímugjafa hér á landi. Með þessu er þó ekki gefið í skyn, að
lyf geti ekki haft eiturverkanir.
Það verkar svolítið ankannalegt að tala um fljótandi metadon og að Freddý
hafi nýlega drukkið metadon, enda þótt augljóst sé við hvað er átt og vera
kunni, að þetta sé daglegt mál í heimi vímuefnaneytenda.
I bókinni er upplýst, að heróín sé þrjá til sex mánuði að hverfa alveg úr lík-
amanum. Þetta er heldur vafasamur fróðleikur, þar sem vitað er að heróín
hefur mjög skamma verkun (um það bil 3 klukkustundir), þegar það er notað
sem verkjastillandi lyf. Líkamleg fráhvarfseinkenni, sem lýst er gaumgæfilega
víða í bókinni, stafa af því, að líkaminn hefur aðlagast áhrifum efnisins og frá-
hvarfseinkenni koma í ljós, þegar áhrif þess hverfa. Líkamleg fráhvarfsein-
kenni koma venjulega í ljós eftir nokkrar klukkustundir, en hverfa aftur af
sjálfu sér eftir um það bil eina viku, ef efnis er ekki neytt, en þá er efnið fyrir
löngu horfið úr líkamanum. En sálræn áhrif efnisins endast miklu lengur og
neyða fíkniefnaneytandann til að taka fleiri skammta, enda þótt engin líkam-
leg löngun sé lengur fyrir hendi. Það er því ekki sjálft efnið, sem er orsökin,
heldur persónuleiki neytandans og svörun hans við vellíðan, vonbrigðum og
fleiru áþekku.
Að lokum vil ég aðeins minnast á síðasta kafla bókarinnar, sem ber yfir-
skriftina Eftirmáli föður. Þar eru ekki aðeins athyglisverðar, heldur ótrúlegar
yfirlýsingar. Hann segir meðal annars: „Ég vissi auðvitað, að hann hafði reykt
hass“ og síðan „Er ekki búið að venja mann við að það sé algengt og ekki svo
skelfilegt“ (leturbr. mín). Svarið við þeirri spurningu er jú, en það gildir aðeins
um þá, sem hafa trúað fúskurum en ekki gefið gaum orðum þeirra sam sagt
hafa sannleikann. Þeir síðarnefndu hafa til dæmis reynt að koma þeim stað-
reyndum á framfæri, að 97% heróínneytenda, ef ekki fleiri, sem innanríkis-
ráðuneyti Bretlands hefur haft spurnir af, hafa áður notað hass og áætlað
hefur verið, að um það bil 20% hassneytenda verði háðir heróíni. En þetta eru
óbein áhrif af hassneyslu og koma til viðbótar beinum áhrifum, sem ekki
verður fjölyrt um hér. Það má því segja að þeir sem hafa boðað skaðleysi hass-
neyslu hafi átt þátt í því böli sem bókin Ekkert mál lýsir svo vel. Frásögnin í
þessum kafla bókarinnar sýnir átakanlega, að neysla fíkniefna er ekki
einkamál eins né neins. Hún lýsir því einnig, hvað sé vænlegast til að koma vit-