Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 368
300
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
svo, að sannleikurinn sé „tvítóla eins og hommi" (bls. 15), en á öðrum stað í
bókinni er þessari manntegund, hommanum, þannig lýst að hann sé „í eðli
sínu einslags hilling og sjónhverfing, efni sem eyðir sér“ og ennfremur, að
„tabú“ hans haldi „virðingu sinni sem hið allra heilagasta sem aldrei verður
komist inn í. Hommanum er því hægt að líkja við musterið í Biblíunni.“ (bls.
44-5). Þessar upplýsingar eru síður en svo uppörvandi fyrir þá sem vilja fyrir
alla muni höndla og hreppa sannleikann og draga hann fram í dagsljósið, en
við hin getum enn sem fyrr látið okkur listina nægja til að nálgast hann á ein-
hvern hátt eða gera okkur mynd af honum úr fjarska. Sá háttur þarf ekki að
felast í því að „rannsaka undirstöðu textans" eða að „segja sannleikann - í
sannsögulegum sögum sem byggðar eru á veruleikanum“ að hætti rannsókn-
arblaðamanna - svo enn sé vitnað í bókarkápuna - heldur kynni sú list ýkja og
skrumskælinga sem Guðbergi er svo lagin einmitt að geta orðið okkur sá kíkir
sem við gætum eygt eitthvað af hinum felugjarna sannleika í. Raunar er ekki
fráleitt að sjá megi vissan sannleikskjarna í sumum sögunum, svo sem þeim er
hér hefur verið minnst á: hanaslagur hommanna gefur í rauninni dágóða mynd
af stöðu svonefndra „kynhverfra" manna í voru mæta þjóðfélagi, hin verju-
gjarna prímadonna er fulltrúi ákveðinnar geldrar listamennsku, þar sem öllu
er fórnað fyrir karríerinn, og það er auðvitað minnsta breyting í heimi, þegar
mennskur maður verður að svíni. Hængurinn er einungis sá, að við hefðum
kannski stundum kosið að fá að sjá svolítið meira, ef það telst þá ekki frekja,
því hér er auðvitað um smásögur að ræða.
En eins og Guðbergur benti á er sannleikurinn tvíbentur, og á honum er
einnig hlið sem landstjóranum rómverska var sjálfsagt fyrirmunað að koma
auga á. Sú hlið er hin huglæga og persónulega, sem felst ekki í því að vita alla
skapaða hluti heldur lýtur að afstöðu listamannsins sj álfs til þess veruleika sem
hann er að fást við og þá um leið til þeirra sem hann er að tala til, hvort hún
sé heil og „sönn“ í þeim skilningi. Pá skiptir ekki öllu máli um hvað er fjallað
heldur hvernig, því höfundurinn birtir sinn eigin hug jafnt því sem hann er
að lýsa. Að vísu hlýtur góður sagnamaður að temja sér visst hlutleysi og fjar-
lægð frá því sem hann lýsir; og í stað þess að láta þá gremju og sársauka, sem
veruleiki lífsins hlýtur að vekja hjá honum, koma beint fram getur hann gripið
til þess ágæta listbragðs sem nefnist íronía eða launhæðni og gerir hvort-
tveggja að fela og undirstrika persónulega afstöðu höfundar. Þessu listbragði
hefur Guðbergur oft beitt með góðum árangri, en í þessari bók er fremur uppi
á teningnum það sem við köllum á íslensku hálfkæring og má að vísu teljast í
ætt við ofangreinda hæðni en er sýnu kuldalegri og hryssingslegri og sýnir
frekar ólund en umburðarlyndi og hefur af þeim sökum önnur áhrif og varla
eins djúp, en kannski að lesendaskammirnar, sem gera alltaf meiri og meiri
kröfur til góðra höfunda líkt og háværir þrýstihópar til launagreiðenda, hafi
bara gott af því að fá einu sinni yfir sig kalda gusu.
Kristján Árnason