Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 233
SKÍRNIR
RÝMI/TÍMI f VERKUM ERRÓS
199
Síðari „landa“-myndir byggjast á sömu hugsun, þar sem í ein-
rýminu er mergð hluta eins og bíla, flugvéla, fiska og fugla. En í
þeim gengur Erró enn lengra í sjónblekkingunni með því að
stefna saman á léreftinu hlutum sem tákna ólíkar og fjarlægar
stundir og staði. Þá er myndrýmið þannig skipulagt að hlutirnir
minnka inn í rýmið undir stórum bláum himni, sem gefur í skyn
sterka dýptarverkun (Carscape, Fishscape, Birdscape), sem
minnir á hefðbundnar landslagsmyndir þar sem myndbygging-
unni er skipt upp í forgrunn, miðgrunn og bakgrunn.
í myndinni Fishscape, 200x300 sm, 1974, er allt gert til að sýna
okkur raunverulega dýpt eða fjarlægð. Fiskarnir fara minnkandi
eftir því sem innar dregur í myndrýmið, og sömuleiðis fallhlífa-
hermennirnir í efri hluta myndarinnar. Það vekur tilfinningu fyrir
rúmtaki og gefur víðum sjóndeildarhringnum og djúpu, bláu
himinhvolfinu raunverulegt gildi. En þetta á þó einungis við um
heildarsýnina: ef aðeins er horft í neðri hluta myndarinnar, þ. e.
í fiskatorfuna, sést í fyrsta lagi að fiskarnir eru ekki í vatni og enn-
fremur að þeim má skipta niður í tvö lög; þá sem mynda bakgrunn
og þá sem vísa út og virðast synda eða svífa í lausu lofti. Andstætt
þeim fyrrnefndu, sem mynda bakgrunn og er raðað reglulega
hverjum við hliðina á öðrum, eru þeir síðarnefndu í margvís-
legum stellingum, svo sem lárétt inn í rýmið, í spíralstöðu o. s.
frv., sem gefur okkur í skyn loftkennt eða vatnskennt ástand og
leiðir okkur ennfremur inn í efri hluta myndarinnar þar sem fall-
hlífahermennirnir svífa eða synda inni í myndrýminu. Tveir
myndhlutar skapa sameiginlega hið eiginlega myndrými, þ. e.
fiskgrunnurinn, sem minnkar því nær sem dregur himni og skapar
þannig dýptarverkun, og síðan fiskarnir og fallhlífahermennirnir
sem svífandi eða syndandi ala á tilfinningu um víðáttumikið
rúmtak.
Að undanskildum myndum eins og Fishscape, sem samsett er
af tveimur tegundum hluta, og Lovescape, þar sem hópað er
saman mönnum, dýrum, listfígúrum og vélum í samförum, þá
sýna „landa“-myndir Errós ávallt samhrúgun hluta af sömu
tegund, og með sams konar merkingu. „Landa“-myndirnar segja
okkur því svo til ekki neitt, tjá okkur því yfirleitt afar einfaldaðar