Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 119
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
115
er dýpsti og torræðasti hluti persónuleikans. í þessu hólfi sálar-
innar býr það sem Jung nefnir „erkitýpur“, arfgeng forrit sem
öllum eru sameiginleg og móta viðbrögð einstaklinganna við
grundvallarfyrirbærum lífsins: fæðingu, dauða, móðerni, fað-
erni, kynferði, góðu, illu o. s. frv.
Þessum arftekna sálræna búnaði má líkja við aflstöðvar, sem
geta verkað bæði jákvætt og neikvætt, skapandi og eyðandi. Hug-
myndir Jungs hafa verið mjög umdeildar, og Freud meðal ann-
arra vísaði þeim á bug og taldi þær óvísindalegar, en Grof segir að
yfirskilvitleg reynsla þess fólks, sem þátt tók í LSD - tilraununum,
sé „raunsönn staðfesting á réttmæti umdeildustu kenninga
Jungs“.
„Ef einstaklingur lendir í sálarkreppu af einhverju tagi,“ segir
Jung,10 „verður samsvarandi erkitýpa virk í djúpvitundinni. Þar
sem erkitýpur magnast af eigin orku geta þær tengst meðvituðum
kenndum og orðið virkar. Þegar þær birtast í vitundinni skynjar
einstaklingurinn þær sem opinberun eða lausnarorð.“
Hilmar eygir enga leið út úr ógöngunum, vonleysið sækir meir
og meir á hann, en þá birtist honum einmitt goðsögnin um ragna-
rök eins og frelsandi hugmynd. Stjörnuhrapið, „teiknið á himnin-
um“, sem fær hann til að slíta tengslin við kommúnistann Snorra,
orð ritningarinnar: Ég er ekki kominn til að flytja frið heldur
sverð; og sagnahetjurnar sem stíga skírar og ljómandi úr deigl-
unni; allt þetta verður honum að opinberun, og hrifningin sem
hríslast um hann, þegar hann ákveður sprengjutilræðið er, sam-
kvæmt hugmyndum Jungs, tákn þess að samvitundin hafi fundið
sér farveg - að erkitýpur eins og „endurfæðingin“ og „hetjan“
hafi náð tökum á vitundinni. „Eftir því sem áhrif sameiginlegu
djúpvitundarinnar ná yfir stærra svið, því meir glatar vitundin
takisínuástjórntaumunum . . . Þannigerhinummeðvitaðahluta
persónuleikans þokað til hliðar eins og peði á ósýnilegu skák-
borði.“n
Þegar slík þróun á sér stað leysist það upp sem Jung nefndi
„persona“, þ. e. erkitýpa venjulegrar breytni, sú gríma, sem
menn bera til að koma vel fyrir og hljóta viðurkenningu samfé-
lagsins. Þetta tekst Alexander skrifstofustjóra ágætlega - þegar
hann er ódrukkinn. En þegar Hilmar kemur í skrifstofu ritstjór-