Skírnir - 01.01.1985, Page 284
216
GUNNAR B.KVARAN
SKfRNIR
Erró ræðst af æðisgengnu afli á rýmið með þessa andstyggð á tómarúminu sem
hann fyllist þegar hann hefur pensilinn í hendi sér. Hann rýfur véböndin.
Hann malar skeljarnar mélinu smærra. Hann finnur veika punktinn á brynj-
unum. Hann fer út fyrir landamerkin. Maður gerir sér grein fyrir því að tauga-
jafnvægi persónanna í málverkum hans, sem hafa ekkert olnbogarými og er
hlaðið hverri ofan á aðra ef ekki hverri í aðra, nálgast oftast nær hysteríu.19
í teiknimyndunum er lifað hættulegu eða öllu heldur ævintýra-
legu lífi. Þar birtast furðulegir einstaklingar (Superman, Stjáni
blái . . .) sem lenda í ótrúlegustu atburðum og drýgja ofurmann-
legar dáðir. Fljúgandi vélar og menn þjóta þvers og kruss í
gegnum rýmið, án þess að það veki hina minnstu undrun.
Þetta grundvallarlögmál teiknimyndanna, sem menn beita þó
aðeins stöku sinnum, færir Erró sér í nyt, útvíkkar það, magnar
og skrumskælir. Erró ákveður að leysa bæði líkama og hluti
undan þyngdarlögmálinu, svo afdráttarlaust að við fáum ekki að-
eins að sjá fjöldann allan af persónum svífa um rýmið (stjórn-
málamenn, listamenn og aðra) heldur einnig skjaldbökur,
skammbyssur, svín og ryksugur. En með því að nýta sér reglur og
möguleika teiknimyndanna tekst listamanninum að skapa sér sitt
eigið myndmál.
Vegna þess hve teiknimyndir eru auðveldar aflestrar eru þær
eins og hver annar myndrænn möguleiki, aðeins hagkvæm undir-
staða undir nýja tegund frásagnar.
Frumleiki listamannsins liggur einmitt fyrst og fremst í þessu
stöðuga samblandi ólíkra myndmála, hann víxlar þeim sífellt,
breytir eða skrumskælir, þannig að niðurstaðan verður einfalt
myndkerfi. Sem dæmi má nefna myndir eins og Misimi, Trois
Tolstoi og In the soup.
En listamaðurinn umbreytir þessum myndmálum og for-
skriftum einnig á annan hátt. Hann lætur þau öll sæta ámóta
meðferð, þ. e. hann skerpir lit og jaðardrætti. Þetta minnir okkur
einnig á það að listamaðurinn skapar ekki beint eftir eigin veru-
leika, heldur út frá raunveruleik myndanna.20 En þessi samstill-
ing sýnir ekki aðeins að listamaðurinn byggir á og vinnur eftir
myndum, heldur er hún einnig gagnrýni á fjölmiðlamyndina.
Með því að einfalda og skerpa lit- og formeinkenni fyrirmynd-
anna og undirstrika ákveðna galla í eftirprentunum, gerir Erró