Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 86
82
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
um hæfileika þeirra í þá átt. Þessi styrkur getur orðið til þess, að þeir menn,
sem hans njóta og hafa ekki hæfileika á þessu sviði, fái rangar hugmyndir um
sjálfa sig og hæfileika sína og hverfi frá störfum á öðrum sviðum, sem þeir
væru hæfari til og þeim og öðrum gagnlegri. Afburðahæfileikar í þessa átt
verða ekki keyptir fyrir fje, en hinsvegar er engin hætta á því, að hæfileikarnir,
sjeu þeir fyrir hendi, segi ekki til sín. Miðlungsskáldskapur og listir og það,
sem þar er fyrir neðan, hafa ekkert gildi, en hefir hinsvegar þann ókost, að það
flýtur yfir þjóðina í stríðum straumum og spillir listasmekk'hennar.
Við höfum hér séð ýmis rök sem færð voru gegn skáldastyrk, og
byggjast þau jafnan á almennri andstöðu við slíkar fjárveitingar,
en enginn finnur neitt að nýtískulegri ljóðagerð sérstaklega. Sem
dæmi um þessa andstöðu má enn nefna, að á þinginu 1926 óttuð-
ust þeir Eggert Pálsson36 og Jón Magnússon37 að þingið styrki svo
mörg skáld, að ekkert verði eftir handa stjórninni til að styrkja! í
ljósi fjárveitingarinnar sem það þing afgreiddi fyrir 1927 (sjá töflu
hér aftast) á ég erfitt með að skilja hvernig þeir hafa hugsað það
mál. Þá var ákveðið að veita engum minna en 1000 kr., svo að
styrkurinn yrði þó þeim að gagni sem hann fengju. En ári síðar
lagði Magnús Guðmundsson ráðherra til að þetta lágmark út-
hlutunar yrði fært niður í 500 kr., enda væru flestir umsækjenda
svo fátækir, að þá munaði um þetta, en umsækjendur væru 38, um
8000 kr. heildarfjárveitingu.38 1922 var Bjarni frá Vogi framsögu-
maður fjárveitinganefndar neðri deildar, og talaði fyrir því að
lækka þessa fjárveitingu úr 20 þús kr. í 15 þús. og sagði svo:39
Nefndin leggur til - af því að styrkur þessi er svo lítill - að hann verði ekki
veittur smáskáldum, heldur einu eða tveimur stórskáldum til að lifa og starfa
fyrir. Námsstyrkurinn er þar líka innifalinn, en hann nær ekki til skálda, því
menn læra ekki að yrkja.
Þessi orð skýrast af því, að iðulega veitti Alþingi styrk til mynd-
listarnáms erlendis (einkum þó fyrir 1918).40 Og 1923 talaði Sig-
urður Eggerz um þann vanda að skipta 11.200 kr. milli 22 um-
sækjenda. Nú hafi Davíð Stefánsson fengið styrk, „sumir hefðu ef
til vill heldur veitt styrkinn Jakobi Thorarensen eða Stefáni frá
Hvítadal“, en það sé ekki hægt að veita öllum úrlausn.41 Fleiri
tala um að styrkurinn sé alltof lágur. Tómas Guðmundsson vildi
veita 100 þúsund krónur í stað 10 þúsunda (í fyrrnefndri grein),