Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 91
SKÍRNIR ÚNGLlNGURINN í SKÓGINUM OG ALÞINGI
87
bókmenntahreyfingu vinstrisósíalista á 4. áratuginum (Halldór
Laxness, Halldór Stefánsson, Steinn Steinarr, síðar Jóhannes úr
Kötlum, o. fl.). Ensúhreyfinglagðiáhersluáalþýðleika,ogsner-
ist því æ meir gegn bókmenntanýjungum, ekki síst eftir að hún
hafði komið upp bókaklúbbi með fjöldaútbreiðslu, Mál og
menning. í tímariti hans, 1939, réðst meira að segja Halldór Lax-
ness gegn því að víkja frá hefðbundnu ljóðformi, í hrynjandi,
rími, o. fl.:51
Pað hafa aldrei verið ort góð kvæði á íslensku nema í hnituðu formi, af-
brigði og undansláttur frá hinu stranga formi miðar til upplausnar og spilling-
ar. Ekki aðeins öll „ljóð í óbundnu máli“ eru á íslensku ljótt prósa, heldur
einnig öll braghölt ljóð. Leirskáld, sem höfðu ekki lag á að láta standa í hljóð-
stafnum, hafa gert sitt til að rugla íslenskt brageyra, bæði með þeirri tegund af
hlægilegu prósa, sem þeir kalla „ljóð í óbundnu máli“, óreglulegri notkun
bragliða og setningu ríms (samsvarandi ljóðlínur innan erindis mislangar, eða
mismargar ljóðlínur erindis innan sama kvæðis, og þvílíkt) og alveg sérstak-
lega með þeirri uppfundningu, að setja þankastrik mitt í kvæði, þegar þeir
voru búnir að tapa þræðinum og vissu ekki lengur hvað þeir voru að fara eða
hvað þeir áttu að segja.
Hér talaði maður sem mikil áhrif hafði á nýjungamenn í bók-
menntum um 1939. Sömu afstöðu taka þá aðrir vinstrisinnaðir
bókmenntamenn. Og hverjir voru þá eftir til að halda á lofti
merki bókmenntanýjunga? Annað kemur hér til. Þegar á 3. ára-
tuginum eru ljóð farin að víkja fyrir smásögum í tímaritum, en sú
þróun snýst við á styrjaldarárunum.52 Mér þykir líklegt, að þessi
vöxtur ljóða spegli vaxandi þjóðerniskennd. Hefðbundinn vett-
vangur hennar er kvæði, en tilefnið væri þá hernámið 1940, lýð-
veldisstofnun 1944, og deilurnar um herinn og NATO síðan. Þess
ber líka að gæta, að það stjórnmálaafl sem helst fylgdi alþjóða-
hyggju áður, Kommúnistaflokkurinn, varð æ þjóðernissinnaðri
eftir miðjan 4. áratuginn, bókmenntahreyfing vinstrisósíalista
enn frekar. Og hvað stóð þá gegn þeirri þjóðernisstefnu, sem
drottnaði fyrir í Sjálfstæðisflokkinum og Framsóknarflokkinum?
Farvegur hennar er ekki síst kvæði, og þá skilst betur hversvegna
andstaðan varð svona mikil gegn því að hrófla við formi kvæða
um 1950. Mönnum fannst það tilræði við íslenskt þjóðerni. En
þau viðbrögð eru ný, þau skýrast af þeirri sögu sem ég hefi reynt