Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 336
268
EINAR P. GUÐJOHNSEN
SKÍRNIR
vita flestir næsta lítið, og því er án efa mörgum mikill fengur að þessum glöggu
lýsingum.
í kaflanum um Þingvallabæ, kirkjuna og túnið fer höfundur á kostum og er
greinilegt, að þarna er hann í essinu sínu.
Sama má segja um næsta kafla um vatnið bjarta. Höfundur gerist þar róm-
antískur á köflum og það er unaðslegt að fylgjast með hugleiðingum hans um
fugla, flugur og silung. Á leiðinni austur með vatni kynnumst við ótal örnefn-
um, sem fæstir vissu um nema horfnar kynslóðir og veiðimenn sumir á
bökkum vatnsins.
í kaflanum um Bláskóga á bls. 137-170 er að finna mikinn fróðleik um ör-
nefni og horfna byggð. Það er ekki vafi að höfundur hefir bjargað frá glötun
fjölda örnefna á þessu svæði.
1 síðasta kaflanum fer höfundur út fyrir þjóðgarðinn og nefnir nokkra staði
sem honum eru hugleiknir, aðallega norðan og austan girðingar. Þarna hefði
ég gjarna viljað sjá getið fleiri staða. Einnig hefði gjarna mátt nefna ýmsar
góðar gönguleiðir út frá þjóðgarðinum. Loks hefði mátt nefna ýmsar ökuleiðir
til þings á sama hátt og ágætt kort yfir reiðleiðir til þings er birt á bls. 138.
Höfundur ritar léttan og lipran stíl. Stundum hættir honum til að verða svo-
lítið skrúðmáll, en það er allt í hófi. Á bls. 50 segir höfundur, að sögnin að
kaga merki að hýða.Petta hefi ég ekki heyrt áður. Ég hélt að þessi sögn þýddi
að horfa og skyggnast um, og að kaghýða að hýða duglega eða mikið. Trúlega
hefur sögnin að kaghýða fyrst þýtt að hýða opinberlega, að öðrum ásjándi. Á
bls. 57 stendur á einum stað án vafa. Mér var kennt í æsku að segja og skrifa
án efa eða vafalaust, annað væri rangt. Eitthvað var það fleira sem ég hnaut
um, en þetta er allt svo óverulegt, að það tekur því varla að nefna það.
Svo frábærar sem lýsingar höfundar eru á stöðum og staðháttum dygðu þær
varla einar, þegar um flókin mál er fjallað. Fjölmörg skýringarkort, gerð af
Guðmundi Ingvarssyni, eru mjög góð og gefa bókinni aukið gildi. Þar styður
hvað annað.
Höfundur myndanna í bókinni er Rafn Hafnfjörð, sem er löngu orðinn
þekktur fyrir afbragðsgóðar myndir. Margar myndanna eru skínandi fallegar,
en þær hefðu allar átt að vera í litum. Að vísu hefði það aukið útgáfukostnað-
inn verulega vegna litgreiningarútgjalda, en það hefði samt átt að leggja í
þann kostnað til þess að gera góða bók betri. Mér sýnist, að flestar eða allar
svart-hvítu myndirnar séu gerðar eftir litmyndum, og íslenzkum myndgerð-
armönnum hefir því miður ekki tekizt nógu vel í þeim myndbreytingum, og
myndirnar missa of mikið. Myndir ábls. 19,27, 59,78,94,106,170ogsjálfsagt
fleiri eru varla nógu góðar eins og þær eru og hefðu átt að vera í litum, svo sem
þær líklegast voru upphaflega.
Annað það sem ég get ekki fellt mig við í myndum í landfræðilegu riti sem
þessu, er ofnotkun aðdráttarlinsu. Myndir teknar með aðdráttarlinsu geta
verið mjög fallegar, en þær eiga ekki heima í svona bók; þær eru ekki sannar
ogsýna ekki það, sem sýna á. Myndin á kápuer fallegenfjarlægðirnarrangar.
Af aðdráttarmyndum í bókinni má nefna myndir á bls. 20, 49, 69, 72, 73, 88,