Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 398
330
VILHJÁLMUR G. SKÚLASON
SKÍRNIR
Lister renndi stoðum undir þá vísindagrein á grundvelli rannsókna Louis
Pasteur í Frakklandi. En notkun ópíums, sem tíðkast hafði frá alda öðli, tók
á signýjamynd, þegar þýski lyfjafræðingurinn Friedrich W. A. Serturner vann
hreint morfín úr því árið 1806. Pað virðist því vera hrikaleg þverstæða í þeirri
skoðun margra, sem þekkja málavöxtu, að Sertúrner sé meðal þeirra, sem
einna mest hafa hugleitt siðfræði vísindanna í því skyni að bæta siðgæði meðal
vísindamanna og hinu, að morfín og náskylt afbrigði þess, heróín, séu með
hættulegustu efnum, sem til eru. En hér kemur fram sá mikli munur, sem er
á notkun og misnotkun efnanna. Morfín hefur linað þjáningar milljóna manna
og er ekki miklu hættulegra en ópíum þegar það er notað sem lyf samkvæmt
réttum reglum, en ópíum hefur verið notað í kínverskum menningarheimi í að
minnsta kosti 2000 ár án þess að valda varanlegum spjöllum. En þegar efna-
fræðingar framleiddu heróín úr því, varð til það lyf, sem vegna misnotkunar
er nú ein mesta meinsemd bandarísks þjóðfélags, og raunar víða um heim.
Áður er minnst á, að menn eigi erfitt með að skynja þann voða, sem af mis-
notkun ávana- og fíkniefna getur stafað, en vísindaniðurstöður hafa lengstum
átt erfitt með að ná viðurkenningu og er uppgötvun morfíns þar engin undan-
tekning. Sertúrner varð að birta niðurstöður sínar tvisvar og þá virðist tilviljun
hafa ráðið því, að franski eðlisfræðingurinn Louis Joseph Gay-Lussac kom
auga á þessa mikilvægu uppgötvun og kom henni á framfæri við landa sína.
Verk Sertúrners var þó ekki aðeins það að vinna lyfið hreint, sem er forsenda
fyrir notagildi þess nú, heldur varðaði afrek hans einnig leið að uppgötvun
nýrra náttúruefna, sem kölluð eru alkalóíðar og menn voru sannfærðir um á
þeim tíma, að ekki væri hægt að vinna úr náttúrunni. Uppgötvun Sertúrners
breytti því hugsanagangi vísindamanna. Auk morfíns má úr flokki alkalóíða
nefna kínín, sem enn í dag er eitt gagnlegasta lyf, sem völ er á gegn malaríu,
en sá sjúkdómur er ennþá einn af útbreiddustu sjúkdómum mannkynsins og
talið er, að helmingur þess lifi ennþá á malaríusvæðum og að um 2,5 milljónir
manna deyi á hverju ári úr þessum sjúkdómi.
Eins og áður er minnst á, er bókin Ekkert mál mjög greinargóð lýsing á för
ungs manns úr öskunni í eldinn. í öðrum kafla bókarinnar er lýsing á fyrstu
reynslu Freddý af hassi og því, að hann hafi ekki fundið fyrir áhrifum af því.
Skýringin kann að vera sú, að hassjurtin hafi ekki innihaldið umtalsvert magn
af virku efni, en það fer mjög eftir ytri aðstæðum jurtarinnar svo sem loftslagi,
jarðvegi, hita- og rakastigi og fleiru. Hins vegar hefur mér einnig verið tjáð,
að svona sé þetta alltaf, þegar menn reykja hass í fyrsta skipti. Sé svo kann ég
enga skýringu á því. Dæmigerð er einnig lýsing höfunda á sinnuleysi, sem
fylgir hassneyslu og lýsir sér í því, að áhugi Freddýs á námi minnkar. Síðar
koma hin andlegu áhrif misnotkunarinnar og hugsun Freddýs fer að snúast
eingöngu um hann sjálfan og fíkniefnin.
Þá er í bókinni lýsing á þeim efnum, sem notuð eru og meira að segja til-
raunum misnotenda til þess að gera sér grein fyrir gæðum þeirra, sem að sjálf-
sögðu eru mjög frumstæðar. Hreint heróín er snjóhvítt efni, en í bókinni er