Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 394
326
ÖRN HELGASON
SKÍRNIR
ar, sem birtist okkur í torskildum draumtáknum. Það er nær hugmyndum Ellis
að rekja efni drauma til atvika úr vökuvitund dreymandans.
Af huglægum draumafræðum frá síðari hluta aldarinnar getur dr. Matthías
rannsókna, þar sem reynt er að nálgast drauma með aðferðum, sem rutt hafa
sér til rúms á öðrum rannsóknarsviðum. Draumafræðingar eins og Calvin Hall
og van de Castle hafa safnað draumum í stórum stíl og fært í stöðluð form með
úrvinnslu í tölvum fyrir augum. Þótt margvíslegan lærdóm megi vafalaust
draga af rannsóknum af þessu tagi, m.a. um tíðni einstakra draumatriða,
dregur dr. Matthías í efa að þessar aðferðir séu til þess fallnar að Ieiða til dýpri
skilnings á eðli drauma. Sundurliðun af þessu tagi sé líkleg til að leysa upp þá
persónulegu og virku heild, sem draumurinn er. Þessir draumafræðingar og
fleiri, sem til eru nefndir í bókinni eins og Faraday og Boss, telja drauma hafa
það hlutverk að beina dreymandanum inn á braut sjálfsþekkingar. Þeir hafi
leiðsagnarhlutverk eins og það er orðað í bókinni. Er þetta andstætt þeirri
hugmynd Freuds, að hið marktæka draumefni sé okkur óskiljanlegt án sér-
fræðilegrar túlkunar.
I bók sinni víkur dr. Matthías víða að gamalli þjóðtrú í sambandi við
drauma, s.s. draumvitrunum, forspárdraumum og sambandi sofandi manna
við utanaðkomandi draumgjafa. Veldur það vafalítið mörgum lesendum von-
brigðum að þessum viðfangsefnum eru ekki gerð nánari skil í bókinni. Til
þessa liggja þó þær augljósu ástæður, að fátt er um marktækar rannsóknir á
þessum fyrirbærum og því fátt, sem á erindi í fræðirit um drauma. Þó mun
mega finna hér rannsóknir er samrýmst gætu efnisvali og markmiði bókarinn-
ar. Má þar nefna draumarannsóknir Ullmans, Krippners og Feldsteins við
Maimonodes sjúkrahúsið í Brooklyn. Þeim tókst á sjöunda tug aldarinnar að
sýna fram á, að hægt er að hafa áhrif á draumefni með fjarhrifum. Þessar rann-
sóknir hafa síðan verið endurteknar af sömu og fleirum, að vísu með mis-
jöfnum árangri. Rannsóknir þessar eru athyglisverðar fyrir fleiri hluta sakir.
Þær renna stoðum undir gamla og nýja þjóðtrú, að í draumi getum við komist
í vitundarsamband við aðra. Freud veitti slíkum draumum athygli og gerði að
umtalsefni í riterð (Die Okkulte Bedeutung des Traumes, 1925). Þar ráð-
leggur hann nemendum sínum að gefa gaum að fjarhrifadraumum. í annan
stað sámeinast í rannsóknum Ullmans, Krippners og Feldsteins lífeðlisfræði-
legar og hugrænar rannsóknaraðferðir. Fátt er líklegra til árangurs í framtíð-
inni en samtenging þessara rannsóknaraðferða.
Ef að lokum er leitað heildarsýnar um skilning okkar á draumum eiga vel
við orð, sem dr. Matthías viðhefur í formála bókar sinnar: „Draumar eru
e. t. v. - miðað við núverandi rannsóknarstig - of margbrotin og óskýrgreind
fyrirbæri til þess að unnt sé að setja fram um þá eina algilda kenningu. Draum-
fræðin er enn í leit og því hollt að líta til margra átta
íslenskur bókakostur um sálfræðileg efni er, eins og við er að búast, ekki
mikill að vöxtum. Bók dr. Matthíasar er hér verðmæt viðbót. Er það gleðiefni
að enn skuli þeir til, sem leggj a á sig það erfiði að semj a á íslensku j afnvandað