Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 81
SKÍRNIR ÚNGLfNGURINN í SKÓGINUM OG ALÞINGI
77
Raunar felst í þessari fyrirkomulagsbreytingu á árinu 1925
lækkun líka, því Halldóri og Stefáni voru ætlaðar 1500 kr.
hvorum, Jakobi 1000 kr., en Guðmundi Friðjónssyni 1200. En
gegn niðurfellingu þeirra fjögurra kom 2000 kr. heildarhækkun.
Jónas Jónsson frá Hriflu mæltist til að þeir Jakob Thorarensen og
Stefán frá Hvítadal héldu styrk sínum, vegna heilsuleysis
þeirra.16 Undir það tóku um Stefán þeir Ásgeir Ásgeirsson17 og
Björn Líndal,18 en styrkur til Jakobs hafði fallið niður árið áður,
enda þótt fjárveitinganefnd hefði þá lýst því yfir að hún ætlaði
honum „góðan skerf af skáldastyrknum“, sagði framsögumaður
hennar, Tryggvi Þórhallsson.19 Og hvort sem þetta olli eða
annað, þá héldu þeir Stefán og Jakob styrkinum, en Halldór fékk
ekkert, og hefur svo ekkert fengið frá stjórninni heldur. Hvernig
á nú að skýra þetta? Veldur hér andúð á nýstárlegu kvæði
Halldórs, þótt hún komi hvergi beinlínis fram? Hugsast gæti það,
en Halldór hefur sjálfur aðra skýringu uppi, skömmu síðar, í fyrr-
nefndum greinarflokki sínum: „Af íslensku menningarástandi",
IV:20
Er þar skemst frá að segja um þjóðarmetnað minn og drenglyndi, að jeg
sýndi þessari blessaðri bókmentaþjóð þá nærgætni s. 1. vetur, að gefa henni
kost á að veita mér lítilsháttar fjárstyrk, svo að jeg mætti fórna henni höf-
undarkröftum mínum heilum og óskiftum, án þess að þurfa að deyja úr
hungri. En heilbrigt íhald og kjarngóð bændamenning fengu því áorkað, með
því að leggjast bæði á eitt (þann dag urðu Heródes og Pílatus vinir), að heldur
var kosið að bjóða mjer upp á að deyja úr hungri en veita mjer lítilfjörlegan
styrk. Fullvissuðu þingmenn mig um, að háttvirtir kjósendur (þ. e. þjóðin)
væru mótfallnir höfundarstyrkjum, og jók þetta eigi lítið skilning minn á víð-
sýni þeirrar þjóðar, í menningarefnum, sem jeg er annars vanastur að metnast
af.
í þessari samtímaheimild nefnir Halldór ekki að Alþingi sé á
móti framúrstefnu í bókmenntum. Hann segir einungis, að það sé
á móti ríkisstyrkjum til rithöfunda. Og þar held ég að hann hitti
naglann á höfuðið.
íhaldið
Á 3. áratug 20. aldar var núverandi flokkakerfi enn í mótun.
Hægriöflin höfðu enn ekki sameinast gegn Framsóknarflokki og
Alþýðuflokki, og gekk það treglega. Hér er stuðst við ritgerð