Skírnir - 01.09.1989, Page 8
Athugasemd
Málfríður Einarsdóttir lagði nokkra stund á þýðingar ljóða úr ýmsum tungum,
og er það allt óútgefið, en dálítið af slíku efni frá hennar hendi hefur verið prent-
að hér og hvar í tímaritum eða blöðum. Þýðingin á kvæði Jónasar Hallgríms-
sonar, „Ja, vidste du, ven ..." („Efter assembléen“), var prentuð í síðustu bók
Málfríðar, Rásir dœgranna (1986), en Málfríður var þá látin fyrir þremur árum.
Þýðingunni fylgir stutt athugasemd. Þar segir svo m. a.: „Margar villur eru í
gerð þessari, það er vinur en ekki móðir sem yrkingarmaðurinn ávarpar, og
hann ávarpar í fyrstu persónu. „Gyllti knötturinn" kyssir ekki á enni, heldur
skellur á því. „Bjarta dísin“, það á víst að vera veiðigyðja, og er í för með vatna-
dísum og óvíst að hún heiti þá dís.“ Við þetta er því að bæta að tvær gerðir eru
til af kvæði Jónasar. Sú eldri er í bréfi til Konráðs Gíslasonar um mánaðamótin
febrúar-marz 1844, en hin yngri í kvæðasyrpu Jónasar frá vetrinum 1844-1845.
I sjálfsgagnrýni Málfríðar er raunar miðað við eldri gerðina. Þó að þýðingin sé
ekki alveg nákvæm er hún furðu trú yngri gerðinni, en 1. 3 er í samræmi við þá
eldri. Raunar er munurinn á gerðunum tveimur ekki ýkja mikill. Báðar gerðirn-
ar eru í Kvœöum Jónasar Hallgrímssonar í eiginbandarriti, sem kom út árið
1965. Málfríður Einarsdóttir átti áreiðanlegaþá bók, og má vera að hún hafi gert
þýðinguna eftir yngri textanum þar, en ruglast á gerðum þegar hún fór að
hreinrita og setja áblað athugasemdir við þýðingu sína. Getamáþess að Hannes
Pétursson hefur ritað um þetta kvæði, báðar gerðir þess, og tildrög þess, í bók
sinni um skáldskap Jónasar, Kvteðafylgsni. Þar segir að Jónas hafi í seinni gerð-
inni numið burt með fáeinum pennadráttum „allt sem batt kvæðið alvörulitlu
vinarbréfi“, Jónas hafi „hert hnúta að meginhugmynd kvæðisins: ást og dauða,
hún er vægðarlausari nú en áður.“ Merkingarríkust mun sú breyting að
„skovens mo" verður „jagtens me>“. I athugasemd sinni setur Málfríður út á
sjálfa sig fyrir að hafa ekki komið þessari merkingu til skila.
Ritstjórum Skírnis þótti rétt að prenta báðar gerðirnar af kvæði Jónasar með
þýðingu Málfríðar, og er lesandanum þá auðvelt að bera saman frumtextana
báða og þýðingu Málfríðar. Við prentun á ljóði Jónasar er stuðzt við hina nýju
útgáfu Svarts á hvítu á ritsafni hans.
Sigfús Daðason