Skírnir - 01.09.1989, Side 12
262
HELGA KRESS
SKÍRNIR
svo nýtízkuleg, að Konráð Gíslason hefur ekki séð, að þetta er full-
burða verk, og kallarþað „brot“.“5 Aðrir sem um sögunahafafjall-
að líta þó fremur á hana sem ófullgerða. Guðmundur Finnbogason
kallar hana „brot... í sögu formi“.6 Stefán Einarsson talar um hana
sem „exquisite sketch“, flokkar undir „fragments“ eða „pieces“ og
telur hana, ásamt öðrum sögubrotum Jónasar, sýna hvers konar
bókmenntir hann og samtímamenn hans hefðu viljað skrifa.7
Engu er líkara en Jónas hafi komist í ógöngur með söguna og
jafnvel gefið hana alveg frá sér. Hann birti úr henni tvö kvæði í
Fjölni, „Heiðlóarvísu“ 1836 og „Meyjargrát" 1843, og má líta áþað
sem vísbendingu um að hann hafi ekki ætlað sér að birta söguna
sjálfa, a. m. k. ekki í því formi sem hún var. „Meyjargráti“ hafði
hann þá breytt til mikilla muna frá frumgerðinni í „Grasaferð",
enda er kvæðið þar kallað „uppkast“ (20). Pá nafngift mætti færa
yfir á söguna í heild. Eins og önnur sögubrot Jónasar er hún fremur
tilraun til sagnagerðar en fullfrágengin saga. Hún er dæmigerður
„texti“ eða verk í mótun andstætt því „verki“ sem bókmennta-
stofnunin hefur álitið það vera og þess vegna gengið svo illa að
flokka.8
Eini gallinn
Sagan á sér öruggan sess í íslenskri bókmenntasögu, þótt ekki hafi
verið mikið um hana fjallað. Til þess hefur hún líklega þótt of ein-
föld. Þau atriði sem helst hefur verið bent á sem einkenni hennar
eru fallegar og saklausar lýsingar á börnum og sveitasælu. „Annars
má helzt benda á hina fallegu sveitalýsingu . . . („idyllismus“),“9
segir Steingrímur J. Þorsteinsson um áhrif sögunnar á skáldsögur
Jóns Thoroddsen. Einnig bendir hann á þjóðlífslýsinguna, en þó
einkum barnalýsinguna sem sé nýjung í íslenskum bókmenntum:
„Hér kemur og fyrst fram barnalýsing, bæði falleg og fremur skýr,
það sem hún nær, en þó ekki alls kostar eðlileg, þar sem skáldið
gerir 15 ára telpu og 13 ára dreng að málpípum sínum og lætur þau
ræða þær greinir, sem ráða skuli ljóðaþýðingum."10 Stefán Einars-
son kallar söguna „sveitasælusögu"11 og „idyl“.12 Líkt og Stein-
grími finnst honum ljóðaþýðingarnar vera galli á sögunni og kallar