Skírnir - 01.09.1989, Page 13
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
263
hann þær „innskot": „The only flaw is the insertion of some poems
by Oehlenschláger and Schiller, supposed to be translated by the
youngsters."13 A sömu skoðun er Sigurður Nordal, því að hann
sleppir kaflanum með ljóðaþýðingunum í útgáfu sinni á sögunni í
íslenzkri lestrarbók. Er burtfellingin svo vel gerð að hún sést ekki:
„Það eru tvö kvæði eftir mig sjálfan,-annað er síðan í hittið-
fyrra.“14 Koma úrfellingarstrikin í staðinn fyrir kaflann sem felldur
hefur verið burt, og eru þau í hæsta máta táknræn fyrir ritskoðun
bókmenntastofnunarinnar.
Raunsæiskrafa prófessoranna þriggja er einkar athyglisverð, og
það hversu samdóma þeir eru í áliti sínu. Þeir amast engan veginn
við frumortu ljóðunum, sem eignuð eru karlmanninum (og sögu-
manni), þótt hann sé aðeins ellefu ára þegar hann yrkir annað
ljóðið, heldur eingöngu ljóðaþýðingunum. Er önnur eignuð „syst-
urinni", þ.e. konu, og má vera að það sé hin raunverulega ástæða
fyrir aðfinnslum þeirra.15 Ut frá ljóðaþýðingunum spinnst umræða
um konur og skáldskap, sem er langt á undan sínum tíma og ein-
stæð í íslenskum bókmenntum. Með því að fella þennan kafla burt
er ekki einungis verið að eyða kvennaskáldskapnum úr sögunni,
heldur einnig því sem hún hefur að segja um samband kynferðis og
skáldlegrar sköpunar. Systirin hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af
því að upp kæmist um skáldskap hennar. Yfir honum hefur verið
vandlega þagað.
Karlmabur og skáld
„Grasaferð“ er samin á tímum rómantísku stefnunnar í evrópskum
bókmenntum og ber öll viðurkennd einkenni hennar. Fyrri bók-
menntategundir eru brotnar upp og blandað er saman bundnu máli
og óbundnu. Mikil áhersla er lögð á náttúruna og víðáttumiklar
landslagslýsingar, ímyndunarafl, draumóra og skáldskap, og einn-
ig er í sögunni að finna það afturhvarf til bernskunnar sem talið er
sýna leit að upprunanum og hinni hreinu skynjun.16
Sagan segir frá ferðalagi tveggja frændsystkina á grasafjall einn
sumardag í hágróandanum skömmu fyrir sláttinn. Er hún sögð í 1.
persónu út frá sjónarhorni „frændans" sem í sögunni er á mörkum