Skírnir - 01.09.1989, Page 15
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
265
skap sínum á lofti og leitar með honum viðurkenningar hennar.19
Það er líka hann sem segir og semur söguna.
Kvengervingin
Annað einkenni rómantíkurinnar sem Marlon B. Ross bendir á er
kvengerving hennar. Um leið og skáldin sækjast eftir karlmennsku
og þeirri skáldlegu sjálfsvitund sem í henni felst, samsama þau sig
kvenlegri sýn og reynslu, sem þau síðan sækja kraft í og nýta sér.
Þannig verður mynd konunnar að speglun og fullkomnun hins
karllega sjálfs.20 Hefur þetta verið skýrt með því að á tímum róm-
antíkurinnar fóru konur að gegna mikilvægu hlutverki í bók-
menntunum, bæði sem lesendur og höfundar, og komu þá fyrst
fram með sína eigin skáldskaparfræði.21
A þeim tíma sem Jónas er að semja „Grasaferð“ eru einmitt
fyrstu konurnar að koma fram á sjónarsvið íslenskra bókmennta.
Annað fyrsta kvæðið sem prentað var eftir íslenska konu birtist í
Fjölni 1837.22 Er það „Endurminningin er svo glögg“ eftir Guð-
nýju Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836), svo til jafnöldru Jón-
asar. A þeim er raunar svipaður aldursmunur og á frændsystkinun-
um í „Grasaferð". Birtist kvæðið í dálkinum „Eftirmæli ársins
1836“ og fylgja því athyglisverð ummæli eftir Tómas Sæmundsson,
sem segir m. a.:
Einnar konu er skylt að minnast meðal þeirra er önduðust þetta ár; því þó
lítt hafi hennar gætt verið - eins og vandi er um konur - voru samt kjör
hennar og gáfur íhugunarverðari en almennt er á íslandi. [. ..] Til að sýna
gáfur hennar þarf ekki meira en ljóð þessi, er hún kvað að norðan, til systur
sinnar á Grenjaðarstað, skömmu fyrir andlát sitt. (30-31).
Ljóðið birtist þó ekki vegna sjálfs sín, eins og ljóð Jónasar og
Bjarna Thorarensen í sama árgangi, heldur sem hluti af minningar-
orðum. Þess er heldur ekki getið í efnisyfirliti eins og annarra
kvæða heftisins. Má í þessu sjá nokkurn tvískinnung, svipaðan
þeim sem Jónas lýsir sjálfur í „Grasaferð“, þegar hann lætur frænd-
ann öfundast yfir ljóði systurinnar. Þar kemur einnig fram að hann
gerir ráð fyrir konum sem viðtakendum bókmennta og jafnvel
sérstakri skáldskaparfræði þeirra. Er systirin ekki aðeins látin