Skírnir - 01.09.1989, Page 16
266
HELGA KRESS
SKÍRNIR
hlusta á ljóð frændans, heldur einnig gagnrýna þau. En einnig í
þessu gætir tvískinnungs, þar sem systirin er látin vera fulltrúi gam-
aldags viðhorfa og vera á móti fantasíu og tilraunum með bragar-
hætti. Svipuð viðhorf til skáldskaparfræði kvenna má einnig sjá í
ritdómi Jónasar um Tristrans rímur Sigurðar Breiðfjörðs, þegar
hann þykist ekki hafa vit á því hvort hann hafi skilið kenningarnar
í rímunum rétt og vísar til kvenna: „Egþori ekkert um það að segja;
kvenfólkið verður að skera úr því“.23 Þá er það athyglisvert að ljóð
systurinnar í „Grasaferð“ er ekki nema „að sönnu uppkast" (20),
sem hún vann ekki úr sjálf. Það gerði hins vegar Jónas og birti í
Fjölni. Má það teljast táknrænt fyrir bókmenntir kvenna.
Kvengerving rómantíkurinnar minnir á kenningar Juliu Krist-
evu um „virkni konunnar“. Andstætt „líkama móðurinnar" sem er
utan samfélagskerfisins, er „virkni konunnar“ innan þess og stend-
ur í sérstöku sambandi við valdið.24 Felst það í því að konan sem er
valdalaus og án eigin tungumáls hefur áhrif á bak við tjöldin sem
eins konar milliliður og án þess að koma nokkurs staðar fram.
Þannig verður konan forsenda kerfisins, hún styður það, en er sjálf
ósýnileg. I „virkni“ sinni á hún um tvo möguleika að velja. Hún
getur annaðhvort samsamað sig valdinu og tekið sér stöðu innan
þess, eða sýnt af sér óróleika eða neikvæðni sem setja spurningar-
merki við valdið og hrófla við því.
Kvengerving er svo áberandi einkenni á „Grasaferð“ að segja má
að hún haldi sögunni uppi. Tengist konan þar náttúrunni, bernsk-
unni, sakleysinu og hinu villta sem frændinn verður einnig að
leggja undir sig, ásamt því að sigrast á sínum eigin líkama, til þess
að geta orðið að karlmanni.25 Hefur systirin allt sem frændann
vantar. Hún er stærri en hann og fullorðin, er skáld og kann þýsku,
og verður hvorki þreytt né hrædd. Er hann sífellt að spegla sig í
henni og tileinka sér hennar sýn, um leið og hún veitir honum orku
til þess að verða karlmaður. Og það er hún sem kemur honum á
fjallið.