Skírnir - 01.09.1989, Side 17
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
267
Brattaskeið
í fyrrnefndri grein ræðir Marlon B. Ross um fjallgöngur róman-
tískra skálda.26 Segir hann eina af meginástæðum þeirra vera þá að
fjallgangan tákngeri fullkomlega það takmark skáldsins að finna
sjálfan sig og leggja undir sig heiminn. Fjallgangan og víðsýnið gefi
hámarksupplifun, reyni á getuna og mörk sjálfsins sem standi eitt
andspænis veldi náttúrunnar. Imyndunaraflið aukist eftir því sem
sækist á brattann og þar með spennan sem felst í yfirvofandi hættu
á falli og missi sjálfsvitundar. Þannig sé fjallgangan mynd karl-
mennskunnar og gæði skáldköllunina áhrifum og valdi.27
Sagan hefst í túnfætinum þar sem þau frændsystkin eru á leið
heim af stekknum. Verður frændanum litið til fjalls og kemur þar
auga á fjallagrös efst í sjálfri Bröttuskeið. „„Systir góð, sérðu það,
sem ég sé?““ (9) eru fyrstu orð sögunnar og ganga þau sem leiðar-
minni um hana alla. Systirin lætur sem hún sjái ekki neitt. Fyrir
henni er fjallið ekkert tákn.28 Hann biður hana að gá betur: „,,þú
sérð fjallið hérna fyrir ofan okkur, gáðu nú að.“ „Nei, ég sé ekki
fjallið, frændi minn góður! var það ekki annað en fjallið?““ (9).
Hann er ekki í rónni fyrr en systirin hefur staðfest sýn hans og
um leið veitt honum viðurkenningu sína. Hann horfir á hana horfa
á það sem hann er að horfa á, og hann sér grösin bæði með sínum
eigin augum og hennar:
„Þú ert mesta gersemi“ sagði hún þá „og besti frændinn, sem ég á-það eru
alltsaman grös, það er ógn af blessuðum grösum!“ Nú líkaði mér fyrst,
hvernig gekk. Systir mín leiddi mig við hönd sér, lagaði á mér hattinn og
strauk hárið frá enninu á mér, en ég hristi það jafnótt niður aftur, og horfði
ýmist á hana eða tórnar bleiku. (10)
Slík speglun er mjög algeng í sögunni. Það er ekki einungis að
frændinn fái sýn sína staðfesta með sýn hennar, heldur upplifir
hann og túlkar umhverfi sitt, og þó einkum náttúruna, um skynjun
hennar.29 Eftir þrábeiðni hans lofar hún honum „loksins“ (10) að
taka hann einhvern tímann „einan með sér upp á Bröttuskeið" (10)
til að ná í þennan feng og að grasa „meira en dæmi væru til“ (10).
Verður ferðalagið hans manndómsraun og rómantíska sókn.30
Markmiðið með fjallgöngunni er þó ekki það eitt að sigra fjallið,