Skírnir - 01.09.1989, Side 18
268
HELGA KRESS
SKÍRNIR
heldur að ná í grösin sem það geymir. Grös voru viðurkenndur
fengur, og grasaferðin í sjálfri sér heimilisleg og hversdagsleg
athöfn, enda fyrst og fremst kvennastarf.31 Þannig koma saman í
mynd fjallsins og grasanna þær meginandstæður sem takast á í sög-
unni allri, þ. e. a. s. andstæðurnar milli hins lóðrétta og lárétta,
stóra og litla, karllega og kvenlega, steinsins og flæðisins?2 Eru
þessir eiginleikar í mynd grasaferðarinnar raunar til fyrir í tungu-
málinu í orðunum grasafjall: fjallagrös.
Manndómsraunin
Ferðin á grasafjallið hefst á hlaðinu fyrir framan bæinn, þar sem
frændinn bíður í ofvæni eftir að systirin komi út.
Það var einn dag fyrir sláttinn, að ég var kominn á hvíta brók og ljósbláa
sokka, og saumaði þá upp um mig fyrir neðan hnéð. Að ofanverðu var ég
snöggklæddur, á grænum bol og dúkskyrtu, með nýlegan hatt, sem ég
hafði keypt fyrir lamb, og þótti mér það vera fallegur hattur. Svona stóð ég
úti á hlaði með hárband og ljósgráan tínupoka, og þar að auki var ég vel út-
búinn að snærum. Eg hafði tekið með mér peysuna mína bláu, og var að
búa mig til að binda bagga úr henni og pokanum, en dró það samt, og
horfði heim til dyranna, hvort enginn kæmi út. (11)
Hann sér sig frá hvirfli til ilja í fullri líkamsstærð og bíður þess í
ofvæni að systirin komi út svo að hann geti speglað sig í henni.33
Það sem hún á að sjá eru þó fyrst og fremst fötin, þ. e. a. s. þær um-
búðir sem eiga að gera úr honum karlmann, enda er brókin, karl-
mennskutáknið, nefnd fyrst. Svipaðar umbúðamyndir koma oftar
fyrir í sögunni, þar sem þær sýna annaðhvort felur af einhverju tagi
eða þá að ekkert er í umbúðunum. Þannig eru t. a. m. tínupokarnir
tómir þegar lagt er af stað, en í þá á að tína karlmennsku. Er frænd-
inn alltaf að setja sig á svið og sýnast. Er hann því í rauninni að leita
eftir viðurkenningu á því sem hann er ekki. Kemur þetta einnig
skýrt fram í tungumáli sögunnar sem er mjög írónískt. Hann ber
sig ,,karlmann/egd“(23), setur upp spekingssfzþ (10) og er „býsna
spekings/eg«r“ (23), talar „borginmann/ega" (10) og þykist „hafa
sagt eitthvað merkilegt“ (10). Svona írónísk orð eru aldrei notuð
um systurina og er fötum hennar heldur ekki lýst að öðru leyti en