Skírnir - 01.09.1989, Síða 19
SKIRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
269
því að hún er „hversdagsbúin“ (11) og með „snjóhvíta rósa-
vettlinga á höndunum“ (11). Sýna þeir að hún er hrein og saklaus,
þótt fulltíða kvenmaður sé, en einnig marka þeir skil milli hennar
og frændans sem hún þarf alltaf að vera að leiða. Eru hendurnar það
eina af líkama hennar sem hann snertir, enda vettlingarnir það
fyrsta og eina af búningi hennar sem hann tekur eftir.
Hefur systirin ekki fyrr birst í dyrunum en frændinn kallar til
hennar og býðst til að bera fyrir hana tínupokann. Lítur hann „nið-
ur á sig um leið“, eins og sagan orðar það, „því aldrei þóttist ég hafa
verið eins kallmannlegur í vexti, né meira mannsefni að sjá, en núna
á hvítu brókinni“(12). Svo upptekinn er hann af sjálfum sér að hann
tekur ekki eftir digru Guddu sem er líka að horfa á hann:
„Heyr á endemi! ætli þér veiti af að bera þig sjálfan?" sagði digra Gudda;
„það situr á þér, pattanum, að þykjast vilja láta eins og fullorðnir menn!“
Hún stóð rétt fyrir aftan mig, og hafði ég ekki fyrr tekið eftir henni. (12)
Hún sýnir neikvæða speglun, vill ekki viðurkenna hann sem
karlmann. Systirin fær honum hins vegar pokann sinn „brosandi,
og sagðist ekki efast um, að ég bæri hann með heiðri og sóma, ekki
síst, ef hún leiddi mig upp á móti brekkunni" (12). Hafa konurnar
sömu sýn á karlmennskutilburði stráksins, en munurinn er sá að
systirin er írónísk. Tekur hún undir orð digru Guddu án þess að
hann skilji það.
Ferðalagið er allt upp í móti og smám saman breiðir landið úr sér
eins og landakort. A leiðinni stansa þau tvisvar til að horfa yfir
landið. I síðara skiptið, og áður en þau leggja á Bröttuskeið, setjast
þau niður, endafrændinn orðinn „dauðþreyttur“ (13). Erþádalur-
inn „ennþá fegri að sjá, en áður, þegar við stóðum lægra í fjallinu;
allar ójöfnur voru horfnar á láglendinu" (13). Samfélagið er að
hverfa.
Þessi landvinningur reynist frændanum mjög erfiður og verður
hann að láta systur sína leiða sig, þótt það samræmist ekki hug-
myndum hans um karlmennskuna:
Eg var einatt vanur við að hún leiddi mig, á meðan ég var yngri; en nú var
ég orðinn 13 vetra gamall og þótti vera of stór til þess. (9)
18 — Skírnir