Skírnir - 01.09.1989, Síða 20
270
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Þegar systirin „leiðir“ frændann er hún jafnt að veita honum ör-
yggi og hlýju snertingarinnar sem að vísa honum veg. Þessi mynd
„symbíósu" er margendurtekin í sögunni.34 Þegar þau eru að koma
heim af stekknum biður hann hana að leiða sig. „„Leiddu mig dá-
lítið“ sagði ég, og tók í höndina á henni“ (9).35 Fylgir þessu mikil
togstreita, sem um leið sýnir aðskilnaðarkvíða. Hann þráir snert-
inguna við systurina (móðurlíkamann), en veit að hann verður að
slíta sig frá henni ef hann á að standast manndómsraunina og verða
að manni.
Þessi aðskilnaðarkvíði kemur vel fram í öðru ferðalagi í sögunni
sem farið er í huganum. Skuggar af skýjum sem fara yfir landið
verða systurinni tilefni til að spyrja frændann hvort hann vildi ekki
vera svo léttur að hann gæti „sest á einhvern fallegasta skuggann
[. . .] og liðið svo yfir landið“ (22). Líst honum ekkert á svo lárétt
ferðalag og getur ekki séð að það endi annars staðar en „norður á
Sléttu“. Myndu skýin leysast þar upp og skugginn fara líka ,,„og
svo hefði ég ekkert að sigla á aftur heim til þín““ (22). Hinn raun-
verulegi áfangastaður er hún, og ekkert er voðalegra en verða eftir
á sléttu landi, einn og aðskilinn frá henni. Um leið og hann segir
þetta horfir hann á systurina til að athuga viðbrögð hennar:
Systir mín leit við mér einhvern veginn skrítilega, að mér þótti, eins og hún
væri að virða mig fyrir sér, og sagði heldur seint: „Þá gætirðu sest að á Slétt-
unni, þangað til þú ert orðinn nógu stór til að geta gengið heim aftur og
vaðið árnar á leiðinni". Þetta svar sárnaði mér, eins og von var til. (22-23)
Hann hefur engan til að leiða sig yfir árnar. Það hefur hann hins
vegar upp fjallið:
„láttu mig nú leiða þig stundarkorn, litli frændi minn góður!“ Eg þekktist
það að sönnu, og tók þegjandi í höndina á henni, en illa féll mér samt, að
hún skyldi kalla mig „litla frænda“. Hún var farin að taka upp á því
stundum, eftir það hún óx svo mikið yfir mig; enda var hún orðin fulltíða
kvenmaður, og fermd fyrir meir en ári, en ég var barn, að kalla, og ekki stór
á mínum aldri. Þetta vissi ég alltsaman dável, og sárnaði mér því heldur, að
hún skyldi svona ósjálfrátt vera að minna mig á það. (13)
Alla leiðina upp er systirin að stríða honum á karlmennskutil-
burðum hans, á sama hátt og þegar hún lét hann fá tóman tínupok-