Skírnir - 01.09.1989, Page 21
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
271
ann til að bera, og ganga orðin „lítil 1 “ og „stór“ um allt hennar tal.
Þegar frændinn gerist hetjulegur og vill fá „duglega skúr“ huggar
hún hann með því að grösin hans á Bröttuskeið séu „varla svo smá“
(13) að þau sjáist ekki nema í vætu. Með nafngiftinni „litli frændi“
er hann hins vegar svo niðurlægður að hann getur ekki leynt því.
Aðalatriðið er að karlmennskuleysið má ekki tala um, það má ekki
koma upp á yfirborð tungumálsins og fá staðfestingu í því. Systirin
hlær að honum sem oftar og með því að kalla hann litla frænda lofar
hún því að hún skuli aldrei kalla hann „litla frænda meir“. Huggar
hún hann síðan með þeim tvíbentu orðum að hann muni líka
„bráðum vaxa“ og „„þegar þú ert orðinn stór, mun ég verða að
venja mig af því, hvort sem ég vil eða ekki““ (14).
Þannig verður hann stór á kostnað hennar. Sem hluti af karlveldi
hlýtur hann að þagga niður í hennar eigin tungumáli. Honum
bregður mjög þegar hún segir þetta og hann sér að valdið er að fær-
ast yfir á hann: „Ég varð einhvern veginn undarlegur, þegar talið
snerist svona við; mér fannst nú lítið til þessa loforðs, og vissi ekki
vel, hverju ég átti að svara“ (14). Tungumálið og vald þess er mjög
til umræðu í sögunni. Það kemur hvað eftir annað fyrir að frænd-
inn veit ekki hvað hann á að segja, talar lágt eða í hálfum hljóðum.
Oftast reynir hann að sigra andstæðing í orðræðu með þögninni.
„Ég ansaþér ekki“, segir hann við digru Guddu, langar til að „svara
einhverri óþægð, en þorði það ekki“ (12). Endar sú senna á því að
hann sendir henni tóninn og hleypur í burtu. Annað ráð sem hann
tekur er að láta sem hann heyri ekki og breyta um umræðuefni:
„,,Ég lét eins og ég heyrði þetta ekki, en bar mig að snúa talinu
við““ (23). I öll skiptin sem hann lendir í vandræðum með tungu-
málið varðar umræðan einhvern efa um karlmennsku hans. Þegar
hann þaggar niður í systurinni tengist það einnig á einhvern hátt
karlmennskutilburðum hans. A leiðinni upp fjallið nýtur hann
ekki náttúrunnar því að hann er „mest að hugsa um grösin“ (13) og
þaggar niður í systurinni sem er að lýsa henni fyrir honum með því
að svara „heldur óþolinmóðlega": ,,„Ég held það hafi verið fallegt,
sem þú sagðir, en [. . .]““ (13) og fer að tala um væntanlegan feng.
Hann tekur „lítið eftir veginum" (14), enda er það systirin sem
leiðir hann og stjórnar ferðinni. Síðasti áfanginn upp skeiðina er