Skírnir - 01.09.1989, Síða 22
272
HELGA KRESS
SKIRNIR
erfiðastur og hann klifra þau. Er ekki einungis að skeiðin sé brött,
heldur er hún einnig mjög erfið aðkomu og uppgangan falin:
við fundum á einum stað klettaskoru, og komumst þar upp [.. .] en svo var
hún þröng, að við urðum sumstaðar að renna okkur á rönd, og sáum við
glöggt, að hún varð ekki farin aftur, ef við fengjum nokkuð í pokana. (14)
Þetta er hámark ferðalagsins og um leið má sjá í þessu eins konar
öfuga fæðingarmynd. Um skoruna þröngu, fæðingarveginn, troða
þau sér upp í móðurlífið. Eru þetta mörkin milli samfélagsins og
hins villta, og upp komin eru þau utan þeirra marka. Lengra verður
ekki komist og það er heldur engin leið til baka. Um leið er þetta
hápunktur sögunnar, því að strax og þau hafa rennt sér upp úr
skorunni þröngu rýfur sögumaðurinn/frændinn frásögnina, legg-
ur út af henni og ávarpar lesendur sína. Höfundurinn er fæddur.
Kóran
Strax eftir rofið í frásögninni blasa fjallagrösin við í allri sinni dýrð:
Undir eins og við systir mín komum upp á skeiðina, sáum við, að litaskipt-
in á tónum bleiku höfðu ekki dregið okkur á tálar; þær voru allar þaktar í
grösum, og lágu þau í stóreflis-flekkjum, og svo þétt, að ekkert strá og
öngvar mosa-tegundir voru vaxnar upp á milli þeirra. Það var auðséð á öllu,
að þar höfðu ekki verið tekin grös í margt ár. (15)
Landið er ósnortið, hrein útópía, þar sem menn hafa ekki stigið
fæti í mörg ár. Slíkt land verður að vinna. Fjallagrösin eru blaut og
mjúk af regni, liggja þétt saman í einu óslitnu flæði sem ekkert að-
skilur. Minnaþau mjög álýsingu Juliu Kristevu á „kórunni“, þeim
stað frumhvata, hamingju og snertingarinnar sem heyrir upprun-
anum og móðurinni til.36 Um leið verður að koma þessum líkama
móðurinnar í kerfi, rífa upp grösin og troða í poka til þess síðan að
bera til byggða.
Frændsystkinin tína bæði, kippa upp „skúf og skúf, en grösin
lágu laus að kalla" (15). Bera þau grösin saman í smáhrúgur og fylla
pokana á skammri stund: „„Þetta eru nógu laglegir pokar!“ sagði
ég þá, „en ógn verður eftir af grösunum“ “ (15). Finnst honum ekki
nóg að gert og vill fylla peysuna sína líka. Er hann orðinn svo ör-