Skírnir - 01.09.1989, Side 23
SKÍRNIR
SÁUÐ Í>IÐ HANA SYSTUR MÍNA?
273
uggur með sig að hann skipar systurinni og vísar henni beint í
kvenhlutverkið:
„sestu nú við og saumaðu fyrir peysuna mína, hún tekur þó ekki svo lítið,
og það er líka mannalegra, að koma heim með bagga í fyrir.“ (15)
Hún á að sauma, svo að hann verði mannalegri. Það er ekki ein-
ungis að hún vísi honum veginn, leiði hann upp fjallið og tíni með
honum í pokana, hún á einnig að búa til fyrir hann karlmennsku-
umbúðirnar. Þegar hún er búin að því á hún frumkvæðið að því að
troða í peysuna: ,,„við skulum fara og tína í hana, allt hvað við
getum.“ Þetta starf var skjótt af hendi leyst; við fylltum peysuna
með grös“ (22). Karlmennska hans er því ekki síður markmið
hennar. Myndin af honum þar sem hann sér sig koma til byggða er
þó mjög tvíbent. Hann klæðir fjallagrösin í bláu sparipeysuna sína,
sem tekur reyndar „ekki svo lítið“, til þess að geta borið hana út-
troðna framan á sér. Karlmennskumyndin er því um leið skýr
óléttumynd. Með þessu má segja að kvengervingin sé fullkomin. A
táknrænan hátt er frændinn búinn að sölsa undir sig móðurlíkam-
ann, orðinn kona sjálfur.
Skáld er ég ei
Ekki samþykkir systirin það alveg möglunarlaust að láta vísa sér
svona í kvenhlutverkið: „ „Þú verður þá að segja mér sögu á meðan,
fyrst ég er svona eftirlát við þig“ sagði systir mín um leið og hún fór
að þræða saman peysuna" (15). Hann er fús tilþess ogsest viðhlið-
ina á henni, „en þó svo, að ég sæi vel framan í hana, því þá gekk mér
allténd betur að segjafrá“ (15). Þarnasitjaþau saman í fjallagrösun-
um og kórunni miðri, og á meðan hún grúfir sig yfir saumana talar
hann og flytur skáldskap. Sjálfsímynd sína sem skáld sækir hann
eftir sem áður í hana og speglar sig í viðbrögðum hennar.37 Hann á
erfitt með að ákveða hvaða sögu hann eigi að segja og ber málið
undir hana. Hún hafnar uppástungum hans um þjóðsögur sem
augljóst er að hún er búin að heyra hann segja oft, en samþykkir,
með semingi þó, að hann fari með nokkrar vísur: „„Það eru tvö
kvæði eftir mig sjálfan, og tveimur er snúið““ (16). Kemur systirin