Skírnir - 01.09.1989, Page 24
274
HELGA KRESS
SKÍRNIR
hér fram sem þaulvanur hlustandi jafnt sem gagnrýnandi. Tekur
hún þýðingarnar fram yfir frumsaminn kveðskap frændans sem
hún þekkir vel:
„Eg fer sem næst um skáldskapinn þinn“ sagði systir mín, „það er sjálfsagt
eitthvað fallegt, en þó ætla ég að biðja þig að hafa hinar yfir fyrst“. (16)
Oll fjalla ljóðin á einhvern hátt um konur, og er aðskilnaður og
aðskilnaðarkvíði uppspretta þeirra allra.38 Ljóðaþýðingu sína segir
frændinn vera úr dönsku. Er hún án nafns og höfundar í sögunni,
en upphafsorðin eru „Bíum, bíum“.39 Þetta er mjög sérkennilegt
vöggukvæði sem sonur kveður við leiði móður sinnar um leið og
hann lætur sem hann vaggi henni í gröfinni. Er aðskilnaður við
móðurlíkamann hér mjög áþreifanlegur. Frændinn samsamar sig
svo gersamlega ljóðmælanda að hann breytir aðstæðum hans í
sínar. Segir hann systurinni að unglingurinn í ljóðinu sé búinn að
missa allt, m. a. „unnustu með glóbjart hár og fagurblá augu“ (16).
A þetta engan veginn við persneska unnustu frumtextans, en kem-
ur hins vegar heim og saman við lýsinguna á systurinni í hans eigin
ljóði sem „glóbjart liðast hár um kinn“ (21).
Frumsömdu Ijóðin sín tvö kynnir frændinn þannig fyrir systur-
inni að annað sé „síðan í hittifyrra, og það er um þig, en hitt gerði
ég um lóu, í gær eða fyrradag” (20-21). Sækir hann því efni þeirra
beggja í konur og/eða kvendýr. I „Heiðlóarvísunni" „talar“ eða
öllu heldur syngur lóan, því að hún hefur ekki mál. Er „dírrindíið"
hennar lofsöngur um náttúruna og þá „symbíósu" móður og unga
sem ránfuglinn rýfur með ofbeldi.
Þótt skáldið sé aðeins ellefu ára þegar hann yrkir ljóðið um syst-
urina, er það kveðja til bernskunnar og fjallar um það að verða full-
orðinn karlmaður. I fyrsta erindinu setur hann upp andstæður
milli sín og systurinnar: „Sáuð þið hana systur mína/sitja lömb og
spinna ull?/Fyrrum átti ég falleg gull;/nú er ég búinn að brjóta og
týna.“40 Að vera barn og leika sér að gullum er fyrir karlmanninn
það sama og kvennastörfin að spinna og sitja lömb. Systirin er
bernskan sjálf, óbreytanleg og eftirsóknarverð. Hún er það sem
karlmaðurinn missir þegar hann verður fullorðinn. Fjallar miðer-
indið um skáldskap og samskipti þeirra sem krakka. Systirin segir
sögur og er sjálf efnið í ljóði hans. Hann er hins vegar skáldið og fær