Skírnir - 01.09.1989, Page 25
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
275
frá henni gjafir að kvæðalaunum. í síðasta erindinu hleypur systir-
in á braut „þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi“. Þannig
enda bæði þetta ljóð og „Heiðlóarvísan" á því að karlveldið
(hreppstjórinn, hrafninn) kemur og truflar þann heim hamingju og
samræmis sem ljóðin lýsa.
Systirin gagnrýnir öll ljóðin. „„Ég held ég muni úr þér bullið““
(21) segir hún um ljóðið sem fjallar um hana og hún hefur augljós-
lega heyrt áður. Hún tekur dræmt undir „Heiðlóarvísuna“, gerist
talsmaður raunsæis og spyr hvort hann hafi séð til lóunnar. Alvar-
legasta og rökstuddasta gagnrýnin varðar þó þýðinguna, enda þýð-
ingar hennar svið. Verður frændinn svo reiður gagnrýni hennar að
hann grípur fram í fyrir henni, stöðvar tungumál hennar, enda er
gagnrýni konunnar það versta sem karlmaðurinn veit:41
„Ég þekki þessar vísur“ sagði systir mín; „en þeim er ekki vel snúið, þú
hefðir ekki átt að hafa fornyrðalagið, og . . . “. „Hitt var ekki vinnandi
vegur“ sagði ég í mestu ákefð og gleymdi mér öldungis. (18)
Hún lætur ekki slá sig út af laginu en heldur gagnrýninni til
streitu með rökstuðningi:
„en svo ég gegni því, sem þú ætlaðir að segja, þá held ég leikinn maður hefði
getað haldið hvorutveggja, bragarhættinum og efninu. Þegar snúið er í ann-
an bragarhátt, fær skáldskapurinn oftast nær annan blæ, þó efnið sé reynd-
ar hið sama; og víst er um það, að þetta kvæði hefur dofnað, ég veit ekki í
hverju; það er nokkurs konar indæl og barnaleg angurblíða í öllu frum-
kvæðinu, og hennar sakna ég mest hjá þér, frændi minn! enda tekstu of
mikið í fang, að reyna þig á öðrum eins skáldskap, og þessi er.“ (18-19)
Hún er mjög vel að sér, þekkir kvæðið, og hefur ákveðna kenn-
ingu um aðferðir við þýðingar. Hún finnur að skorti hans á ein-
lægni, um leið og hún sneiðir að karlmennsku hans með því að telja
hann ekki „leikinn mann“ og segja að hann hafi „tekist of mikið í
fang“ með því „að reyna sig á öðrum eins skáldskap". Um leið eru
viðhorf hennar íhaldssöm, hún er á móti fantasíu og nýsköpun í
formi.42