Skírnir - 01.09.1989, Page 26
276
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Ég skalfeginn eigna mér allt
Gagnrýni hennar svarar hann að bragði með því að fara í keppni við
hana. Segist hann þó hafa „vitað suma takast meira í fang“ (18) og
spyr hvort hann megi lofa henni að heyra hitt kvæðið. „Hún
gegndi mér öngu og horfði ofan í saumana“ (19). Fer hann síðan
með þýðingu hennar á kvæði eftir Schiller, og eru upphafsorðin
„Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský“. Ljóðið er nafnlaust í sögunni,
en heitir „Meyjargrátur" í endurskoðaðri gerð Jónasar í FjölniÉ2'
Ljóðið er lagt í munn stúlku sem situr við leiði unnusta síns og
reynir að vekja hann upp með tárum sínum. Grætur hún fram ljóð-
ið á svipaðan hátt og lóan í „Heiðlóarvísunni" kvakar ljóð sitt.44
Á meðan frændinn fer með kvæðið situr systirin „kafrjóð og
kepptist við að sauma“ (20). Spyr hún hvar hann hafi náð þessum
vísum „og sá ég hún var bæði sneypt og reið“ (20). Bregður hún
honum um að hafa brugðist trausti hennar og tekið þær í leyfis-
leysi. Verður honum mjög bilt við þessi óvæntu viðbrögð hennar
og ber af sér ásökunina með því að minna hana á að hún hafi nýlega
gefið honum „nokkrar sveskjur [. . .] og vafðir kvæðinu utan um
þær“ (20). Sé það „að sönnu uppkast“ sem hann hafi talið sér leyfi-
legt að lesa úr því hún leyndi því ekki meir en svo. Segist hann
aldrei hafa haft það yfir fyrr ,,„og því síður hef ég sagt frá, að þú
hafir snúið því““ (20). Hún biður hann blessaðan að gera það ekki
heldur:
„Mér er ekki mikið um það breiðist út, að ég sé að fást við þess háttar; það
hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki". (20)
Þessu svarar hann „svo blíðlega“ (20) sem hann getur, góður og
gegn fulltrúi hefðbundinna viðhorfa;
„Vertu öldungis óhrædd [. . .] en takist þér ekki verr í annað sinn, held ég
þú ættir að bera það oftar við; ég skal hjartans-feginn eigna mér allt, sem þú
gerir.“ (20)
Frá sjónarhorni sögunnar eru þessi orðaskipti augljóslega írón-
ísk, en svo umhugað hefur Jónasi verið um að þau yrðu skilin rétt,
að hann bregður út af stílnum og lætur frændann bæta við til út-
skýringar: en það er samt reyndar skömm; þessu ráði verð ég að