Skírnir - 01.09.1989, Síða 27
SKÍRNIR SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA? 277
sleppa“ (20). Hann skammast sín fyrir að frændanum skuli hafa
dottið þessi freisting í hug!
Viðbrögð systurinnar eru blygðun.45 En skv. Rousseau er
blygðun kvenna hliðstæða skynsemi karla sem hvorttveggja gegni
því hlutverki að halda hvötum í skefjum.46 Með blygðuninni má
halda aftur af þrám kvenna, segir hann, og beisla þær. En til þess að
karlmaðurinn finni nú samt sem áður fyrir einhverjum merkjum
um þrá kvenna, sem þeim er meinað að tjá beint, er þeim gefið sitt
eigið tungumál, þ. e. a. s. tungumál líkamans, sem sé þögult og
beislað látbragð geðshræringarinnar. Systirin roðnar, lítur undan,
og það má sjá að hún er bæði reið og sneypt. Felst kvenleg blygðun
hennar í því að upp kemst um það sem hún hefur verið að fela. Hún
nær sér á strik með því fyrirheiti að bæla sköpunarþrána. Segir að
frændinn þurfi varla að hjálpa henni til að leyna þessu því ,,„ég yrki
varla svo mikið, að okkur verði vandræði úr skáldskapnum
mínum““ (20). Eyðir hún talinu með því að biðja hann að fara með
eitthvað eftir sjálfan sig: ,,„það held ég verði gaman að heyra““
(2°)-
Kvæði systurinnar, sem hún vafði utan um sveskjurnar, er
myndhverft í matarpappírinn sem það er skrifað á, krumpað og
kámugt af mat sem hún gefur frændanum til átu. Sýnir myndhverf-
ingin jafnt felurnar með skáldskapinn sem ummyndun hans í eld-
húsdót og rusl sem á að henda. Sveskjur voru framandi matur og
sérstakt sælgæti sem tengist útlöndum og heiminum. Að þessu hef-
ur hún aðgang og miðlar áfram til frændans. Einnig hefur hún að-
gang að heimsbókmenntunum, því hún kann þýsku sem frændinn
kann ekki. Hefur hún þar með lykil að eftirsóttum kóta sem hon-
um er hulinn, en hann biður hana um að miðla sér:
„Þú átt gott að geta skilið þjóðverskuna, og það væri vel gert af þér, að
kenna mér dálítið líka. Mér er kvöl í að skilja ekkert af því, sem þeir hafa
gert, hann Schiller og aðrir á Þjóðverjalandi." (20)
Oll stefnir þessi miðlun að því að gera frændann að manni, þar
sem systirin kemur hvergi fram sjálf fremur en ljóðið sem hún
þýddi. Ráð frændans þegar hann býðst til þess að annaðhvort^>eg/ú
um skáldskap hennar eða eigna sér hann eru dæmigerð fyrir þetta
ferli.47 Hún gerir uppreisn með því að velja frekar þögnina.