Skírnir - 01.09.1989, Qupperneq 28
278
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Fjallið skalf og titraði
það eru sumir steinar, sem sitja framan í brekk-
unni og tolla ekki á neinu, nema leir og sandi, sem
runnið hefur í kringum þá. Nú þegar regnið
kemur, skolast allur leirinn í burtu, og þá losnar
steinninn og fer á stað. (23-24)
Manndómsraunin verður frændanum ofraun. Fjallið leysist upp í
flæði og hann fleygir sér í fang systur sinnar. I rindanum þar sem
þau sitja innan um fjallagrösin eru þau komin eins langt út í villta
náttúruna og óhætt er og mega ekki fara lengra. Verður rindinn
þeirra griðastaður. Hann er utan samfélagsins og því réttur fyrir
konur og skáld. Hann er eini stöðugi staðurinn í sögunni á sama
hátt og fjallagrösin eru sú eina sýn hennar sem ekki svíkur: „Undir
eins og við systir mín komum upp á skeiðina, sáum við, að lita-
skiptin á tónum bleiku höfðu ekki dregið okkur á tálar; þær voru
allar þaktar í grösum“ (15). Um leið er þessi staður í stöðugri hættu
fyrir ágangi náttúruaflanna og hins villta:48
í sama bili heyrðum við voðalegan dynk, rétt fyrir ofan okkur, og síðan
hvern af öðrum, svo fjallið skalf og titraði. „Guð varðveiti mig!“ sagði syst-
ir mín; „varaðu þig, blessaður! það er grjóthrun“. Eg rauk á fætur og ætl-
aði, held ég, að flýja, en þegar mér varð litið upp, fleygði ég mér í fangið á
henni, og sagði með öndina í hálsinum: „Ég er hræddur við steininn, systir
góð!“ I þessu vetfangi flaug stóreflisbjarg fram hjá okkur; það hófst í háa
loft og hjó upp torfur úr rindanum, þar sem við stóðum, og fyrr, en augað
eygði, var það horfið fram af skeiðinni, en dynkirnir ukust nú um allan
helming og gráblár reykur og eldlykt gusu upp. (23)
Þetta er heimsendismynd. Steinninn ógnar grösunum og rindan-
um, en í þessu er þversögn, því að um leið hróflar hann við fjallinu,
tákni karlmennskunnar, sem hann er sjálfur hluti af. Skelfur fjallið
og titrar, og ógnar með að hrynja. Við þetta skerpast átökin í vit-
und frændans. Honum er ekki nóg að leiða systurina, hann fleygir
sér í fangið á henni og hún heldur „fast utan um“ hann (23). Þegar
steinninn er floginn hjá viðurkennir hann fyrir sjálfum sér að hann
hafi verið hræddur, en sýnist þó ráðlegast að bera sig „karlmann-
lega“ (23). I orðum færir hann hræðslu sína yfir á hana, gerir sig að