Skírnir - 01.09.1989, Side 29
SKÍRNIR
SÁUÐ f>IÐ HANA SYSTUR MÍNA?
279
henni: „Þú varst býsna hrædd“ (23). Henni er svo misboðið að hún
afhjúpar karlmennskutilburði hans og skilgreinir um leið, enda
iætur hann sem hann heyri ekki:
„Þarna ertu kominn!“ sagði systir mín, og vissi ekki, hvort hún átti að firrt-
ast eða hlæja; „hleypur fyrst í fangið á mér af hræðslu, og segir svo ég skuli
vera óhrædd og mér sé óhætt að sleppa, þegar hættan er um liðin“. Eg lét
eins og ég heyrði þetta ekki, en bar mig að snúa talinu við. (23)
Það sem kemur grjóthruninu af stað er að þeirra áliti annaðhvort
regnið eða maður sem þau sjá standa langt fyrir ofan sig „á kletta-
snös, og bar við himininn“ (24), er sem sagt kominn svo hátt upp
að hærra verður ekki komist. Gátu þau ekki „giskað á, hvaða mað-
ur þetta gæti verið, og hvað hann væri að gera upp um tinda“ (24).
Hann gat ekki átt þangað nokkurt réttlætanlegt erindi og dettur
frændanum helst í hug að þar sé kominn útilegumaður. Verður
hann mjög hræddur og fer að óttast að hann hafi hætt sér of langt í
sókninni, fjallið sé ekki það örugga fjall í samfélaginu sem hann hafi
haldið, heldur vísi það beina leið út í hið stjórnlausa og villta:
„Það getur varla verið útilegumaður" sagði ég, og fór að halda mér í hand-
legginn á systur minni; „fjallið hérna liggur milli sveita, og er ekki, svo ég
viti, áfast við jöklana eða Odáðahraun." (24)
Utilegumaðurinn uppi á tindi sem ásamt regninu kemur af stað
flæði fjallsins er sambærilegur við náttúruöflin. Um leið er hann al-
ger andstæða prestsins inni í bæ og í samfélagskerfinu miðju.
Hvorugt er ákjósanlegur áfangastaður fyrir sjálfsvitund frændans
sem er skáld. Hann þorir ekki til fjalls að samsama sig útilegu-
manninum, enda var hann aðeins svipmynd sem hvarf strax. Og
með pokana fulla af grösum á hann ekki afturkvæmt niður um
skoruna til byggða. Sagan endar því hvergi en skilur við hann hjá
systurinni í miðjum hlíðum og manndómsraunin leysist upp í
óendanlegar punktalínur........
Rómantísk írónía
„Grasaferð" er full af rómantískri íróníu, en rómantísk írónía felst
öðru fremur í nærveru höfundar og því tvísæi að hann hefur til sýn-