Skírnir - 01.09.1989, Síða 33
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
283
Lengra í burtu var að sjá fagurblá fjöll með sólskins-blettum, og það
breiddi nokkurskonar gleðiblæ yfir allt hitt, eins og þegar vonin skín yfir
rósama lífstund góðs manns.
Þetta sagði systir mín á einum stað í fjallinu, þegar við stóðum við og
horfðum yfir dalinn og sveitina. (12-13)
Hér er ómögulegt að sjá hvað er lýsing systurinnar og hvað
endursögn hans. Eins og oftar gerir hann sýn hennar að sinni, því
hann bætir við: „og hún sagði það satt, því ég sá, hvernig hýran
skein á andlitinu á henni“ (13).
A sama hátt og hann tileinkar sér sýn hennar og sjónarhorn, til-
einkar hann sér hlátur hennar og paródíu. Þannig neyðist hann til
að hlæja að sjálfum sér og paródía hennar verður að sjálfsparódíu
hans, og þar með um leið að sjálfsparódíu þess sem söguna segir.55
Þegar systirin kallar hann „litla frænda“ (13), er honum mjög mis-
boðið og leitast í fyrstu við að bæla orðin og tilfinninguna með því
að þegja:
I þetta sinn gaf ég samt lítinn gaum að fegurð náttúrunnar; mér gat ekki lið-
ið úr minni „litli frændinn", það lá hræðilega illa á mér, og loksins sagði ég
upp úr miðju kafi: „Eg er ofurlítill, Hildur mín góð! aldrei held ég verði að
manni“. Systir mín hló hátt og horfði til mín svo kátbroslega, að ég vissi
varla, hvaðan á mig stóð veðrið. Það var eins og ég heyrði óminn í loftinu,
hvað aumingjalega skringilegur ég hefði verið í rómnum, og fór það, eins
og stundum ber við, að hugur minn komst í aðra stefnu, og hló ég þá dátt
að sjálfum mér. „Þetta var það skrýtnasta sem ég hef nýlega heyrt“ sagði
systir mín; „blessaður vertu, segðu það aftur í sama róm og áðan; reyndu
nú til!“ (13-14)
Systirin hlær hátt og getur hann ekki ráðið í hlátur hennar frem-
ur en svipbrigði hennar og tvíbent tal. Hann heyrir samt óminn af
orðum sínum eins og hangandi í loftinu.561 fyrstu færist hann und-
an þeirri beiðni hennar að endurtaka setninguna:
en það fór eins og vant var, þegar Hildur var annars vegar, mér var ekki
hægt að synja henni lengi um það, sem hún bað; ég varð þá að fara að herma
eftir sjálfum mér, og þó það tækist ekki sem best, varð okkur það samt báð-
um nægilegasta hláturs efni. Hún var þá svo blíð, og hló að mér svo dátt og
græskulaust, að mér kom ekki til hugar að firrtast við það minnsta grand.
(14)