Skírnir - 01.09.1989, Síða 34
284
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Systirin er jafnt uppspretta paródíunnar sem hvati hennar.
Nafngiftin sem hún gefur frændanum verður kveikja þeirra orða
sem hann síðan hermir eftir sjálfum sér. Og það er hún sem fær
hann til þess að gera það. Þannig er það hún sem býr til paródíuna,
en hann sem talar hana. Þessi paródía beinist að karlmennskutil-
burðum frændans og tilraunum hans til að láta aðra trúa á veruleika
þess gervis sem hann er að búa sér til og sem á að gera hann að karl-
manni.37 Þannig á íslensk sagnagerð síðari tíma upptök sín í kven-
legri sýn og tungumáli sem hróflar við karlmennskuhugtakinu og
brýtur það niður.
Ef það er til einhver „fyrsta sagan“, þá er hún þessi: „Eg er ofur-
lítill, Hildur mín góð, aldrei held ég verði að manni.“ Og höfundur
hennar er konan Hildur Bjarnadóttir.
Athugasemdir og tilvitnanir
1. Jónas Hallgrímsson, „Grasaferð", Fjölnir, 9. ár, 1847, bls. 14. Hér eftir
verður vísað til blaðsíðutals þessarar útgáfu í sviga fyrir aftan hverja til-
vitnun. Fært er til nútímastafsetningar. Leturbreytingar þar sem þær
koma fyrir eru mínar.
2. „Hann er sá fyrsti sem ritar nýíslenzka skáldsögu og þó er hann undir
eins meistarinn," segir Guðmundur Finnbogason í ræðu sem hann hélt
í tilefni af aldarafmæli Jónasar. Sbr. „Jónas Hallgrímsson", Skírnir
1907, bls. 320. Síðan eru ummæli þessa efnis orðin svo mörg að nálgast
klifun. Sjá t. a. m. Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og
skáldsögur hans. Fyrra bindi, Reykjavík 1943, bls. 205; sami, Nordens
litteratur fer 1860. Ritstj. Mogens Bröndsted, Kobenhavn 1972, bls.
426; Stefán Einarsson, History of Icelandic Prose Writers 1800-1940,
Ithaca 1948. (Islandica Vols. XXXII-XXXIII), bls. 35; sami, íslensk
hókmenntasaga 874-1960, Reykjavík 1961, bls. 302; Hannes Péturs-
son og Helgi Sæmundsson, íslenzkt skáldatala—l, Reykjavík 1973, bls.
117.
3. Svo telur Matthías Þórðarson í „standard“-útgáfu sinni á ritum Jónas-
ar Hallgrímssonar. Sbr. „Ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar,“ Jónas
Hallgrímsson, Rit V, Reykjavík 1936, bls. LXX. Einnig Hannes Haf-
stein í athugasemd við 2. útgáfu sögunnar (sem þar er nefnd „Grasa-
ferðin“), sbr. Jónas Hallgrímsson, Ljóðmæli og önnur rit,
Kaupmannahöfn 1883, bls. 398. Eru rök hans þau að kvæði úr sögunni
hafi birst í Fjölni 1836 og myndi Jónas ekki hafa sett inn í söguna kvæði
sem þegar hefði verið prentað. Undir þetta tekur Steingrímur J. Þor-