Skírnir - 01.09.1989, Page 36
286
HELGA KRESS
SKÍRNIR
sögu Jónasar: „Hún hét Guðríður, en var oftast kölluð Gudda. Pilt-
arnir nefndu hana oft „digru Guddu“, og það nafn festist við hana.“ Sjá
Kristín Sigfúsdóttir, Rit III, Reykjavík 1951, bls. 27.
18. Romanticism and Feminism (ritstj. Anne K. Mellor), Indiana Univer-
sity Press 1988.
19. Skáldið og systir hans minna ekki svo lítið á sögu Virginiu Woolf um
systur Shakespeares í A Room of One’s Own (1929): „ímyndum
okkur, fyrst staðreyndir liggja ekki á lausu, hvað myndi hafa gerst ef
Shakespeare hefði átt afburða vel gefna systur [. . .] Hún hafði jafn-
mikla ævintýraþrá, jafnmikið ímyndunarafl, og var jafnóþreyjufull að
sjá heiminn og hann [. . .] og ábyggilega hefur hún verið augasteinn
föður síns. Ef til vill hefur hún klórað nokkrar blaðsíður í felum uppi
á eplalofti, en gætti þess vandlega að fela þær eða brenna." Sérherbergi
(þýð. Helga Kress), Reykjavík 1983, bls. 68-69. Þessi systirhafði ekki
vit á því að bæla sköpunarþrá sína, heldur sagði hún sig úr lögum við
samfélagið, strauk að heiman og fórst.
20. Sjá ennfremur Sonia Hofkosh, „The Writer’s Ravishment", og Alan
Richardson, „Romanticism and the Colonization of the Feminine“, í
Romanticism and Feminism (sbr. tilv. 18).
21. Sjá einkum Lawrence Lipking, „Aristotle’s Sister: A Poetics of
Abandonment," Critical Inquiry, September 1983, bls. 81.
22. Fyrsta kvæðið sem prentað var eftir íslenska konu mun vera sálmur
eftir Guðnýju Guðmundsdóttur í Höfuðgreinabók á Hólum 1772.
Skiptir það ekki máli í þessu sambandi.
23. Fjölnir, 3. ár, 1837, bls. 26. Með þessu er Jónas í rauninni að kvengera
keppinauta sína á bókmenntasviðinu til þess að eiga hægara með að
ryðja þeim úr vegi. Svipaða aðferð notaði Byron við keppinauta sína,
sbr. Sonia Hofkosh, „The Writer’s Ravishment“, Romanticism and
Feminism, bls. 104-105. I þessu sambandi má benda á nafngiftina
„kerlingabækur“ sem notuð var um „vondar bókmenntir" og kom upp
um miðjan sjöunda áratug þessarar aldar þegar konur voru í þann
mund að leggja undir sig íslenska skáldsagnaritun. Sjá grein mína
„Bækur og „kellingabækur““, Tímarit Máls og menningar 4/1978.
24. „Líkami móðurinnar" er ímynd þess sem Julia Kristeva kallar „hið
semíótíska“ og hún hugsar sér sem óheftan og orðlausan heim frum-
bernskunnar, og um leið hugarflugs, ímyndunar og nautnar. Þessum
heimi fylgir gleði, hamingja og snerting móðurlíkamans (og móður-
iífsins) sem „lögmál föðurins“, eða samfélagskerfið, bælir niður og
bannar. Þessar frumhvatir, sem heyra móðurinni, upprunanum og
náttúrunni til, einkennast af glundroða, hrynjandi og endalausu flæði
sem safnast fyrir í því sem Kristeva með hugtaki frá Plató kallar kóru.
Smám saman og um leið og barnið lærir tungumálið fer það að greina
sundur þetta flæði, leitast við að hólfa það niður í orð og setja á það
merkingu. Samlífið við móðurina, „symbíósan", rofnar. Og þegar