Skírnir - 01.09.1989, Síða 38
288
HELGA KRESS
SKÍRNIR
30. Svo mjög samsamar Guðmundur Finnbogason sig manndómsraun
frændans (og Jónasar) að hann hefur fundið hina raunverulegu Bröttu-
skeið, sem bændur á staðnum raunar kannast vel við. „Annars held eg
að „Grasaferðin" sé endurminning úr lífi skáldsins sjálfs. Eg reið einu
sinni ofan Oxnadal með bónda einum þar úr dalnum: „Heitir ekki
Brattaskeið einhversstaðar hérna í fjallinu?" spurði eg hann, mér fanst
eg kannast við alt úr „Grasaferðinni". „Jú, hún er þarna“, sagði hann,
og benti. Það var nálægt Steinsstöðum.“ Guðmundur Finnbogason
(1907), bls. 320.
31. Um grasaferðir segir í íslenskumþjóðháttum: „Þá var annað, sem sjálf-
sagt var að annast um tímann á milli fráfærna og sláttar. Það var Grasa-
ferðin [. . .] Grös voru í miklum metum [. . .] Hafa grös verið mikið
notuð hér á landi um margar aldir [.. .] Venjulegast var gerður út karl-
maður með 2-3 stúlkur frá stórbæjunum, en fólk af smærri bæjum sló
sér saman, einn frá bæ, undir forustu eins manns [...] Bezt þótti grasa-
veður þokur og hægar vætur, því að þá verða grösin mýkri og ljósari og
breiðast meira út [...] Ymsar hættur gátu fyrir komið á grasafjalli, ekki
sízt, ef þokur voru. Mátti þá alltaf eiga á hættu, að útilegumenn væru
á varðbergi til að reyna að nema einhverja stúlkuna burtu [. ..] Grösin
voru þurrkuð, ef veður leyfði, og flutt heim síðan, og þótti heldur en
ekki búsílag, ef vel hafði grasazt.“ Jónas Jónasson frá Hrafnagili, ís-
lenzkir þjóðhættir, 2. útg., Reykjavík 1945, bls. 64-65. I grasaferð
sögunnar er því um vissa kvengervingu að ræða, þar sem
höfundur lætur konuna hafa forustu um ferðina og frændann óttast
útilegumanninn! Þá sýnir þessi tilvitnun einnig að grasaferðin er mjög
íslenskt, þjóðlegt og ekki síst kvenlegt fyrirbrigði, sem Jónas vinnur úr
og gerir að algildu rómantísku tákni. - Um kvennastörf og heimilis-
menningu í bókmenntum rómantíkurinnar, sjá Kurt Heinzelmann,
„The Cult of Domesticity“ í Romanticism and Feminism.
32. Hugtökin „flæði“ og „steinn" má m. a. rekja til hugmynda Luce Irigar-
ay, sem tengir flæðið tilfinningum og hinu kvenlega en steininn (eða
hið harða efni) skynsemi og karlveldi. Sjá einkum „The Mechanics of
Fluids," This Sex 'Which is Not One, Cornell University Press 1985,
þar sem hún segir: „Solid mechanics and rationality have maintained a
relationship of very long standing, one against which fluids have never
stopped arguing" (bls. 113). Flæðið er vatn, rásandi, leitandi og á sí-
felldri hreyfingu, og sem slíkt leitast það við að vinna á hinu harða og
fasta efni. Hugmyndin er sú sama og kemur fram í málshættinum
„dropinn holar steininn". Sjá ennfremur fyrrnefnda grein mína
„Dæmd til að hrekjast" (sbr. tilv. 24), bls. 88-89.
33. Senan minnir mjög á lýsingu sálfræðingsins Jacques Lacan á spegilstig-
inu í myndun sjálfsins, en það er fyrsta stig á þroskaferli barns til að
öðlast sjálfsmynd. Skv. Lacan er sjálfið byggt upp af myndum sem