Skírnir - 01.09.1989, Síða 39
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
289
barnið leitast við að samsama sig. Fyrstu myndina finnur það í speglin-
um (eða í speglun annarra) og skynjar það hana bæði sem sig sjálft og
einhvern annan. Spegilsjálfið er mjög „narkissískt" eða sjálfhverft, og
á það vel við lýsinguna á frændanum í „Grasaferð“ yfirleitt. Um kenn-
ingar Lacan, sjá m. a. Terry Eagleton, Literary Theory, Basil
Blackwell, Oxford 1983, bls. 164-165; einnigToril Moi, Sexual/Tex-
tual Politics, Methuen, London 1985, bls. 99-101.
34. „Symbíósa" er hugtak Juliu Kristevu um samlífi móður og barns í
frumbernsku þess ( og jafnvel móðurlífi), þ. e. a. s. áður en það öðlast
sjálfsvitund og tungumál. Sjá tilv. 24.
35. Það er athyglisvert að Halldóri Laxness er þetta atriði einna minnis-
stæðast úr sögunni í grein sinni um Jónas Hallgrímsson í Alþýðubók-
inni, Reykjavík 1929. Tengir hann það „hinum sælu frumminningum"
og samsamar sig svo algerlega frændanum að hann gerir ekki greinar-
mun á sér og honum: „Það hefur margan hent, stundum í miljónaborg
öfugumegin á hnettinum, að finna til einsog innsigli væri brotið, steini
velt burt, og upp risu forkláraðir hinir hljóðlausu dagar sem vér
gleymdum að skoða, dagar hins umliðna, þegar vér stóðum fyrir dyr-
um úti í eftirvæntingu hins komanda, með hugann við tákn og stór-
merki úti í bláum fjarska. A þeirri stund og síðan altaf öðrum þræði
finnum vér að áhrifamestu ævintýrin sem vér höfum lifað eru þau að
hafa geingið í klukku um túnið í gróandanum, starað frá oss numdir á
andlit fjallanna á þessum heiðu laungu hásumardögum, hlýtt á niðinn
í læknum og kór sumarfuglanna í holti, að ég ekki gleymi henni „systur
minni“, Hildi Bjarnadóttur, sem leiddi mig við hönd sér eitt kvöld um
vorið þegar við komum heim af stekknum.“ Alþýðubókin, 4. útg.,
1955, bls. 56.
36. Sjá skilgreiningu í tilv. 24.
37. Myndin er sú samaogí „Hulduljóðum“ eftir Jónas,þarsem skáldið og
huldukonan sitja saman í hlíð og hún biður hann að yrkja:
Skáld er ég ei, en huldukonan kallar
og kveða biður hyggjuþungan beim.
Hún er skáldskapargyðja hans á sama hátt og systirin er frændanum.
38. Þetta er athyglisvert í ljósi kenninga Juliu Kristevu um mál skáld-
skaparins sem hún telur sýna tilraun mannsins og þrá til að endur-
heimta rofna symbíósu við líkama móðurinnar.
39. Ljóðið er úr Aladdin eftir Adam Oehlenschláger og ber þar nafnið
„Aladdin ved sin moders grav“. I útgáfu Máls og menningar, Jónas
Hallgrímsson, Kvœði og sögur, Reykjavík 1957 (og 2. útg. 1980), er
ljóðið ekki að finna, en rúmlega þrjú erindi úr því hafa verið prentuð
inni í „Dagrúnarharmi“ eftir Schiller (sbr. bls. 186-187). Flafa út-