Skírnir - 01.09.1989, Síða 41
SKÍRNIR
SÁUÐ ÞIÐ HANA SYSTUR MÍNA?
291
43. Frumkvæðið heitir „Des Mádchens Klage“.
44. „Kvakið" og „gráturinn" er mál líkamans og nær „hinu semíótíska" en
tungumálið. Sjá grein mína „Dæmd til að hrekjast" sem áður er vitnað
til, sbr. tilv. 24. Það er mjög vel til fundið hjá Jónasi að láta systurina
þýða grát, en grátljóð eru ein helsta bókmenntategund kvenna með
langa hefð að baki. Sjá m. a. Carol Clover, „Hildigunnr’s Lament“,
Structure and Meaning in Old Norse Literature (ritstj. John Lindow,
Lars Lönnroth, Gerd Wolfgang Weber), Odense University Press
1986.
45. I endurminningum sínum lýsir Hulda því þegar upp kemst um skáld-
skap hennar. Minnist hún systurinnar í Grasaferð og eru viðbrögð
hennar þau sömu. Hún blygðast sín: „Mér varð við, sem stæði ég alls-
nakin frammi fyrir öllum heimi. Þetta var voðalegt. „Það hefur aldrei
þótt mikil prýði á kvenfólki", stóð í Grasaferð Jónasar- að yrkja.“ Sjá
Ur minningablöbum, Reykjavík 1965, bls. 49.
46. Um kenningar Rousseaus og túlkanir sínar á þeim ræðir Sigrid Weigel,
sbr. tilv. 25, bls. 188.
47. Sem dæmi um þá tilhneigingu bókmenntastofnunarinnar að eigna
karlskáldum, einkum þekktum, ljóð eftir konur má nefna greinargerð
fyrir ljóðinu „Sit ég og syrgi“ eftir Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum
sem birtist í Norðanfara 1848. En einnig sýnir hún tvískinnung í garð
skáldkvenna. Segjast ritstjórarnir vilja gera það sem þeim sé unnt til að
bjarga verðmætum frá gjörsamlegri eyðileggingu: „og látum vér því
prenta hér kvæði, sem Guðnýju heitinni er eignað. Það er ljóðabréf,
sem hún á að hafa kveðið á banasænginni, og viljum vér ei tala fleira um
hvernig á því stendur, en geta aðeins hins að ei er með öllu víst að
kvæðið sé eftir hana; og hafa sumir eignað það Bjarna heitnum Thorar-
ensen, og það verður heldur ekki varið að það í öllu ber mikinn keim
af skáldskap hans. En hver sem nú hefur kveðið kvæðið, þá er það þó
víst að það er ort undir nafni Guðnýjar heitinnar og það er fallegt
kvæði.“
48. Griðastaðurinn í hættu er algeng mynd í kvæðum Jónasar, sbr. t. a. m.
Gunnarshólma (í samnefndu kvæði) sem hulinn verndarkraftur hlífir,
og Tómasarhaga (einnig í samnefndu kvæði) sem er algrænn á eyði-
söndum. Sameiginlegt þessum stöðum öllum er að þeir eru erfiðir að-
komu, og er ýmist um fljót, fjöll eða eyðimerkur að fara.
49. Um rómantíska íróníu, sjá samantekt J. A. Cuddon, m. a. á kenningum
Schlegels, A Dictionary of Literary Terms, Penguin 1979, bls. 585.
50. „Frá Hæni“, Fjölnir, 1. ár, 1835, bls. 141.
51. Er þetta sama hugmynd og kemur fram í ljóðinu „Sáuð þið hana systur
mína“, þar sem konan situr lömb og spinnur ull, en karlmaðurinn slít-
ur sig frá þessu og sækir út í heim.
52. Sjá Wayne C. Booth, A Rhetoric of Irony, The University of Chicago
Press, 1974, bls. 177.