Skírnir - 01.09.1989, Page 44
294
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
„annað“: höfundur pólitískra rita, tungumálafrömuður (esperant-
isti), málfræðingur og orðaskrásetjari, þjóðfræðingur, og gott ef
ekki dulspekingur. Nú lítum við á allt þetta sem aukastörf
Þórbergs.
Ef við spyrjum hvað Þórbergur var búinn að afreka áður en /s-
lenzkur aðall birtist kemur Bréf til Láru að sjálfsögðu fyrst upp í
hugann, þótt áður hafi hann raunar verið búinn að birta þrjár ljóða-
bækur (1915-1922). En hvar stendur Bréf til Láru í íslenskri bók-
menntasögu? Arni Hallgrímsson telur það marka straumhvörf í
ritun óbundins máls og vitnar í bókmenntasögu Lundkvists sem
segir það fyrstu bókina í „nútímastíl í nýrri bókmenntum íslenzk-
um“ (27). Stefán Einarsson telur það einnig „straumhvarfarit" (67),
ekki bara í skáldskap heldur í margs konar málflutningi hér á landi.
I bókmenntasögu sinni segir Kristinn E. Andrésson Bréf til Láru
færa okkur „nýjan stíl“ og það sé jafnframt „stærsti bókmennta-
viðburður” þriðja áratugarins.3 Og nýverið heldur Helgi M. Sig-
urðsson því fram, í formála að bókinni Mitt rómantíska æói, safni
rita eftir Þórberg, að Bréf til Láru hafi unnið sér „þann sess að
marka upphaf íslenskra nútímabókmennta“.4
Eflaust eru það viss rómantísk einkenni á bókmenntafræðinni að
vilja benda á og upphefja einstök tímamótaverk, ekki síst „fyrsta
verkið“ af einhverju tagi. Það er þó síður en svo fráleitt að Bréf til
Láru marki upphaf róttæks módernisma í íslenskum prósabók-
menntum. En hvernig verk er það? Þótt í því séu sjálfsævisögulegir
þættir var það ekki sprottið úr íslenskri hefð í ævisagnaritun eða
sjálfslýsingum. Þótt sjá megi dæmi um lausbeislað form í fyrri
verkum af þeim toga, t. d. í Dægradvöl Benedikts Gröndal sem
kom fyrst út 1923, eða ári á undan Bréfi til Láru, verður hin bylt-
ingarkennda formgerð sem einkennir verk Þórbergs ekki skýrð út
frá viðlíka forsendum.5 Samkvæmt þeim viðmiðum sem giltu um
skáldsagnagerð snemma á öldinni var vart heldur hægt að skilja
Bréf til Láru sem skáldsögu. Á Vefaranum mikla frá Kasmír (1927)
eftir Halldór Laxness er auðkennilegra skáldsögumót og sú bók á
strangt til tekið meira tilkall til að kallast fyrsta móderníska skáld-
sagan hér á landi.
Bréf til Láru er hins vegar svo róttækt í formi að það ögrar sjálfu
bókmenntahugtakinu eins og það hefur þróast á síðustu tveimur